Sumarhátíð hófst á Styrktarmóti UÍA

Hið árlega Styrktarmót UÍA fór fram í fyrsta skipti nú í kvöld. Safnað var fyrir uppbyggingu á Geðheilbrigðisteymi HSA. Fyrir þá sem ekki komust er enn hægt að leggja inn á reikning 0305-26-004104 kt. 660269-4369, kvittun skal send á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem tilgreint er tilefnið. Styrktarmótið fór vel fram og lá vel á með keppendum.


Kvöldið hófst með sameiginlegri upphitun hjá Ívu, frjálsíþróttaþjálfara Hattar. Eftir góða upphitun hófst keppnin. Byrjað var í 60 metrum en það leið varla sekúnda áður en fyrsti maður var tognaður. Alvar fór með sigur í 60 metra hlaupinu en næstir á eftir honum voru Friðjón og Martin. Næst tóku við kúluvarp og langstökk. Þar var hörð keppni en mikið var um bætingar hjá keppendum. Á meðan á þessu stóð fór af stað vítaspyrnukeppni. Í markinu voru þrír af fremstu markmönnum fjórðungsins, Stefán Bogi Sveinsson, Ólafur Kristinn Kristínarson og formaður vor, Gunnar Gunnarsson. Því er skemmst frá að segja að Gunnar fór sjálfur með sigur úr þeirri keppni. Hápunktur kvöldsins var svo boðhlaupið. Skráðar voru fimm sveitir til keppni, Tannlæknastofan, Bessastaðagengið, Zumba, Benni&co og Jóhann&co. Lið Benna&co. fór með sigur úr bítum en næst á eftir kom Bessastaðagengið og lið Jóhanns&co. Nokkrum tognuðum vöðvum síðar gæddu keppendur sér á boozti frá Salt og dagskránni lauk með úrslitum í vítaspyrnukeppninni og stígvélakasti.

Dagskráin er full af fjölbreyttum viðburðum um helgina. Sundmót, pílukast, fjallahjólamót, bogfimikynning og -keppni, pönnubolti, crossfit, rafíþróttir, folf, kökuskreytingar og fjölskyldu-brenniboltamót er það sem tekur við á morgun. Dagurinn verður svo gerður upp í grillveislu í Tjarnargarðinum klukkan 18:00.

Allir keppendur fá armbönd en þau er hægt að nálgast á eftirfarandi tímum: Laugardaginn 13. júlí, kl. 9-12 í anddyri sundlaugarinnar, kl.12-18 í Tjarnargarði og sunnudaginn 14. júlí, kl. 9:30-13:30 í Hettunni við Vilhjálmsvöll.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok