Jólamót Hattar og Hitaveitunnar

Nú er orðið ljóst í hvaða greinum verður keppt á Jólamóti frjálsíþróttadeildar Hattar og Hitaveitunnar.

Mótið verður laugardaginn 2. des og hefst kl.13.00

Keppt verður í eftirtöldum greinum.

Sprettur, langstökk án atrennu og boltakast.

11 til 12 ára.

Sprettur, langstökk án atrennu, hástökk, kúla

og 300m hlaup.

13 til 14 ára.

Sprettur, langstökk án atrennu, hástökk, kúla,

600m hlaup og þrístökk án atrennu.

15 ára og eldri.

Sprettur, langstökk án atrennu, hástökk, kúla,

600m hlaup og þrístökk án atrennu.

Skráning fer fram á staðnum og er ekkert þáttökugjald.

Nánari upplýsingar eru í síma 6603066.

Mótið er opið fyrir alla sem áhuga hafa og

fá allir keppendur verðlaun og glaðning.

10 ára og yngri.

 

Héraðsdómstóll

Héraðsdómstóll

Eftirtaldir voru kjörnir til setu í héraðsdómstól UÍA á 59. sambandsþingi UÍA.

Aðalmenn:


Hilmar Gunnlaugsson, Egilsstöðum

Steinunn Elísdóttir, Fáskrúðsfirði

Adolf Guðmundsson, Seyðisfirði

Varamenn:

Bjarni Björgvinsson, Egilsstöðum

Sigurður Aðalsteinsson, Jökuldal

Sigurjón Bjarnason, Egilsstöðum

Meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum

Keppendur frá 8 aðildarfélögum UÍA reyndu með sér á Meistarmóti UÍA í frjálsum íþróttum innanhúss sem var haldið í Fjarðabyggðarhöllinni síðast liðinn sunnudag.

 

Lesa meira

Tap á Seyðisfirði

Huginn tók á móti Leikni Reykjavík á Seyðisfjarðarvelli í blíðskaparveðri í gærkvöld. Leiknismönnum er spáð sigri í deildinni og voru efstir fyrir leikinn. Huginn var í 6. sæti.

Leiknir komst yfir á 38. mínútu leiksins þegar Helgi Pétur Jóhannsson skallaði boltann í mark Hugins eftir fyrirgjöf. Huginn sótti stíft og átti nokkur góð marktækifæri en allt kom fyrir ekki. Í upphafi seinni hálfleiks kom Tómas Mikael Reynisson Leiknismönnum í 2-0 og Huginn átti erfitt verk fyrir höndum. Eftir að hafa verið mun betri aðilinn kom loks mark á 63. mínútu og var það Andri Sveinsson sem skoraði af markteig. Eftir þetta sóttu Huginsmenn af krafti en báru ekki heppnina með sér og lokastaðan 2-1, óverðskuldað.

Afreksbikar afhentur

Framkvæmdastjóri UÍA gerði sér ferð í Brúarás til að afhenda Karítas Hvönn Baldursdóttur, Ásnum, afreksbikar fyrir meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum.

 

Lesa meira

Fjármál í Félagsmálaskólanum

Þriðja námskeiðið, af sex, í Félagsmálaskóla UÍA var kennt á Reyðarfirði í gær. Sigurjón Bjarnason, bókari af Egilsstöðum og ungmenafélagsmaður til margra ára, kenndi um fjármál félaga og hlutverk gjaldkera.

Lesa meira

Leikið í 3. deild í gærkvöld

Neisti og Höttur léku á Djúpavogsvelli í gærkvöld við fín vallarskilyrði. Höttur eru nú búnir að fá til sín tvo makedóníumenn og mæta með sterkt lið til leiks. Samt sem áður lentu þeir í töluverðum vandræðum með lið Neista.

Hallur Ásgeirsson skoraði fyrir Neista strax í upphafi leiks eftir sofanda hátt í vörn Hattar. Þá fóru Hattar menn að sækja í sig veðrið og það var sóknarmaðurinn ungi og efnilegi Högni Helgason sem skoraði með fallegu skoti af 25 metra færi. Í seinni hálfleik kom Gorazd Mihailov Hattarmönnum yfir og það var svo Aðalsteinn Ingi Magnússon sem sló síðasta smiðshöggið á góðan sigur Hattar. 3-1 sigur Hattar staðreynd og þeir eru nú efstir í riðlinum með 9 stig. Neisti er í 5. sæti með 3 stig.

UÍA sækir um ULM 2009

UÍA lagði í gær fram formlega umsókn um að halda Unglingalandsmót 2009 á Egilsstöðum. Ákvörðun um mótsstað verður tekin í dag.

Lesa meira

Um UÍA

„Laugardaginn 28. júní 1941 var haldinn fundur að Eiðum og þar rædd og ákveðinn stofnun ungmennasambands fyrir Austurland. Undirbúning að fundinum hafði annazt nefnd, kosin af sambandi Eiðamanna. Nefndina skipuðu þrír menn, skólastjóri og kennarar Eiðaskóla, þeir Þórarinn Þórarinsson, Þóroddur Guðmundsson og Þórarinn Sveinsson. Á fundi þessum voru mættir fulltrúar frá sex félögum, auk fundarboðenda og Ingólfs Kristjánssonar tollvarðar, en hann mætti fyrir hönd Íþróttaráðs Austurlands. Stofnað var Ungmennasamband Austurlands - U. M. S. A. - og samin lög fyrir það. Flestir fundarmanna skrifuðu þó undir lög sambandsins með fyrirvara, þar sem þeir töldu sig ekki hafa nægilega traust umboð frá viðkomandi félögum.
Sambandssvæðið var Múlasýslur báðar. Sambandinu var valið lögheimili að Eiðum.
Kosin var fimm manna stjórn og jafnmargir til vara.
Skólastjóri Eiðaskóla, Þórarinn Þórarinsson, sagði við þetta tækifæri, að allar dyr Eiðaskóla skyldu standa opnar fyrir starfsemi ungmennasambands á Austurlandi. Var þeim orðum vel fagnað og þótti af vinsemd mælt.“

Svo hljóðar lýsing Skúla Þorsteinssonar á stofnfundi héraðssambands á Austurlandi, sem hann ritaði í Snæfell á fimm ára afmæli UÍA. Á sambandsþingi árið eftir var nafni sambandsins breytt í Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og gekk sambandið til liðs við bæði UMFÍ og ÍSÍ, fyrst héraðssambanda.

Alla tíð síðan þá hefur UÍA skapað kjölfestuna í austfirsku æskulýðs- og íþróttastarfi ásamt ungmenna- og íþróttafélögunum og staðið fyrir ótal samkomum, mótum, námskeiðum og síðast en ekki síst verið ötull talsmaður austfirskrar æsku á landsvísu.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ