Fjármál í Félagsmálaskólanum
Þriðja námskeiðið, af sex, í Félagsmálaskóla UÍA var kennt á Reyðarfirði í gær. Sigurjón Bjarnason, bókari af Egilsstöðum og ungmenafélagsmaður til margra ára, kenndi um fjármál félaga og hlutverk gjaldkera.
Glærupakka Sigurjóns frá því í gærkvöldi er hægt að nálgast hér fyrir neðan. Þrjú námskeið eru eftir í skólanum; fundarsköp, ræðumennska og almannatengsl.