Afreksbikar afhentur

Framkvæmdastjóri UÍA gerði sér ferð í Brúarás til að afhenda Karítas Hvönn Baldursdóttur, Ásnum, afreksbikar fyrir meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum.

 

Karítas var ein af af vaskri sveit 4 keppenda frá Ásnum sem kepptu í eldri flokki á mótinu og vann hún til 5 gullverðlauna auk þess að ná besta afreki mótsins í flokki 15 ára og eldri þegar hún stökk yfir 1,40 í hástökki og vann sér inn 828 stig.

Ungmennafélagið Ásinn varð til við sameiningu UMFJ á Jökuldal, Vísis í Jökulsárhlíð og Hróars í Hróarstungu og er starfssvæði félagsins þessir þrír gömlu hreppar sem nú tilheyra Fljótsdalshéraði. Allflestir nemendur Brúarásskóla koma af þessu svæði.

Framkvæmdastjóri UÍA fékk að ávarpa nemendur Brúarásskóla í kaffitíma og afhenda Karítas bikarinn. Vonandi verður þetta mörgum þessara krakka hvatning til að keppa fyrir hönd Ássins á komandi mótum UÍA.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok