SE Spark 2011
Laugardaginn 13. ágúst fagnar Samvirkjafélag Eiðaþinghár (SE) 85 ára afmæli sínu. Af því tilefni verður slegið upp knattspyrnumóti fyrir sjö manna lið á Eiðum.
Laugardaginn 13. ágúst fagnar Samvirkjafélag Eiðaþinghár (SE) 85 ára afmæli sínu. Af því tilefni verður slegið upp knattspyrnumóti fyrir sjö manna lið á Eiðum.
Vaskur hópur manna undir stjórn Björns Hafþórs Guðmundssonar hefur undanfarna daga farið eins og stromsveipur um Egilsstaði og Fellabæ við að merkja keppnisstaði og önnur lykilsvæði Unglingalandsmótsins. Reynt er að tryggja að allir komist eins auðveldlega á áfangastað og kostur er. Meðal annars þarf að mismunandi aðkomu á nokkra staðina því Egilsstaðir eru jú krossgötur. Skiltin eru eign Ungmennafélags Íslands og fylgja mótunum á milli staða eins og fleiri hlutir.
Við hvetjum alla til að skreyta bæinn til að kynda undir landsmótsstemmingunni. Bæjarbúar hafa löngum klætt bæinn í ýmsa liti fyrir héraðshátíðina Ormsteiti sem hefst eftir hálfan mánuð.
Umferð er að þyngjast eftir því sem liðið hefur á morguninn um Egilsstaði en þungi hennar er vegna Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður þar um helgina. Það fjölgar jafnt og þétt á tjaldstæðinu sem staðsett er rétt við flugvöllinn. Umferðin á svo eftir að þyngjast enn frekar eftir sem á daginn líður.
Risatjald Ungmennafélags Íslands er risið við sundlaugina á Egilsstöðum. Þar mun það standa fram yfir verslunarmannahelgi.
Akstursíþróttafélagið START býður upp á byrjendanámskeið í mótorkrossi þriðjudaginn 26. júlí milli 20:00 og 22:00. Námskeiðið verður haldið í nýju brautinni í Mýnesgrúsum
Mótaskrá Unglingalandsmótsins, sem hefst á föstudag, er tilbúin. Þar er hægt að finna helstu upplýsingar um mótið, kort af mótssvæðinu, dagskrá og fleira. Mótaskrána má nálgast á .pdf formi hér en keppendur mótsins fá prentað eintak við komuna á mótið.
Á Egilsstöðum er nú yfir 20°C hiti samkvæmt óopinberum hitamælum. Spáð er sunnanvindum, sól og sælu fram yfir Unglingalandsmót að mestu, nema von er á stöku skúr rétt til að væta gróðurinn.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.