Keppni í Bólholtsbikarnum í körfuknattleik hefst innan skamms. Áhugasamir körfuknattleiksmenn á starfsvæði á Austurlandi tóku árið 2011 höndum saman og efndu til utandeildarkeppni í körfuknattleik í samstarfi við UÍA og með fulltingi frá Bólholti. Keppnin hefur notið mikilla vinsælda og hefur því verið ákveðið blása til leiks í Bólholtsbikarnum í fjórða skiptið.
Sandra María Ásgeirsdóttir hefur tekið við störfum sem starfandi framkvæmdastjóri UÍA. Hún mun gegna stöðunni fram þar til Hildur Bergsdóttir snýr aftur úr barneignarleyfi.
Þriðja og síðasta mótið í mótaröð frjálsíþróttaráðs UÍA og Hitaveitu Egilsstaða og Fella verður haldið á Vilhjálmsvelli klukkan 18:00. Keppt verður í kúluvarpi, spjótkasti, grindahlaupi og þrístökki. Að mótinu loknu verður stigahæsta einstaklingnum í hverjum flokki veitt verðlaun fyrir árangur sumarsins. Staðan fyrir mótið er eftirfarandi.
Stjórn verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.
UÍA sendi sterka sveit til keppni í bikarkeppni FRÍ ára og yngri sem haldin var á Kópavogsvelli fyrir skemmstu. Liðið varð í sjötta sæti af tólf með 138 stig. A lið FH varð bikarmeistari með 189 stig.
Átta ungir íþróttamenn, fjórir þjálfarar og tvö félög fengu nýverið samtals 760.000 krónur þegar úthlutað var úr Spretti – styrktarsjóði Fjarðaáls og UÍA. Fjarðaál hefur aukið framlag sitt í sjóðinn.
Hreyfitorg er ný vefsíða sem hefur það að markmiði að veita góða yfirsýn yfir það sem er í boði á sviði hreyfingar hverju sinni, fyrir allan aldur, hvar sem er á landinu.
UMF Máni úr Nesjum í Hornafirði fór með sigur af hólmi í bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu eftir 5-4 sigur á Spyrni í framlengdum úrslitaleik á Djúpavogi í gær. Félagið hefur ekki áður unnið bikarinn.