Tour de Ormurinn fór fram um helgina
Tour de Ormurinn fór fram í áttunda skipti sl. laugardag. Það voru 36 keppendur sem fóru af stað í rásmarkinu, þar af voru tvö lið og fimm hörkutól sem lögðu leið sína lengst inn í Fljótsdal um 103 km. leið.
Tour de Ormurinn fór fram í áttunda skipti sl. laugardag. Það voru 36 keppendur sem fóru af stað í rásmarkinu, þar af voru tvö lið og fimm hörkutól sem lögðu leið sína lengst inn í Fljótsdal um 103 km. leið.
Miðvikudaginn 10. júlí mun UÍA bjóða öllum sem vilja að koma á opna samæfingu í frjálsum íþróttum á Vilhjálmsvelli klukkan 16:30
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram dagana 22. og 23. júní á Laugardalsvelli í Reykjavík. Þar telfdi UÍA fram sterku liði 5 einstaklinga sem sóttu heil 90 stig heim fyrir félagið. Miklar bætingar voru hjá þeim öllum í flestum greinum og snéru aftur með alls 7 verðlaun.
Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót utandyra 2019 í bogfimi að Stóra-Núpi. Þar fór Guðný Gréta Eyþórsdóttir úr Skotfélagi Austurlands (SKAUST) með sigur úr bítum í sveigboga kenna og hlaut þar með Íslandsmeistaratitil.
Það er löng hefð fyrir því á Austurlandi að koma saman á Sumarhátíð UÍA. Mótið er einstök skemmtun sem dregur fólk úr öllum áttum saman í leik og almennt glens. Í ár verður engin breyting þar á en dagskráin er fjölbreytt og er vægast sagt eitthvað í boði fyrir alla.
Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur ákveðið að fella niður skráningargjöld fyrir þátttakendur af sambandssvæðinu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní næstkomandi. Undirbúningi mótsins miðar vel.
Hið árlega Styrktarmót UÍA fór fram í fyrsta skipti nú í kvöld. Safnað var fyrir uppbyggingu á Geðheilbrigðisteymi HSA. Fyrir þá sem ekki komust er enn hægt að leggja inn á reikning 0305-26-004104 kt. 660269-4369, kvittun skal send á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem tilgreint er tilefnið. Styrktarmótið fór vel fram og lá vel á með keppendum.
Sumarið fer vel af stað hjá UÍA, Launaflsbikarinn er kominn á fullt skrið og nú er nýafstaðið Landsmót 50+ í Neskaupstað. Mótið gekk vonum framar og stóðu Austfirðingar, jafnt keppendur sem sjálfboðaliðar, sig frábærlega á öllum sviðum og getum við verið stolt af því að hafa staðið að eins stórum viðburði sem þessum.
Næst á dagskrá er Sumarhátíðin okkar allra, helgina 12.-14. júlí. Við viljum blása lífi í mótið og gildir það sama hér og með Landsmótið, það er ekki hægt að halda slíka viðburði án fólksins í fjórðungnum, sjálfboðaliðum og keppendum.
Opnað hefur verið fyrir forskráningu í Tour de Orminn sem haldinn verður laugardaginn 10. ágúst.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.