Haustmót Vals og Austra í sundi

Mótið fer fram laugardaginn 24. september í sundlauginni á Reyðarfirði. Mótið hefst klukkan 13:00. Þeir sem áhuga hafa á að koma og keppa setja sig í samband við sitt félag. Við hvetjum alla til að koma og horfa á unga fólkið spreyta sig í sundkeppni. Sjá nánar hvaða greinum verður keppt í..........

 

Haustmót Vals og Austra:

Mótið fer fram Laugardaginn 24. september 2005.

Greinar:

Aldur: Vegalengd: Grein:

15-17 ára

6 Ferðir

Bringu- og skriðsund

13-14 ára

6 Ferðir

Bringu- og skriðsund

11-12 ára

3 Ferðir

Bringu- og skriðsund

9-10 ára

2 Ferðir

Bringu- og skriðsund

8 ára og yngri

1 Ferð

Bringu- og skriðsund

Aldur: Vegalengd: Grein:

12 ára og yngri

Boðsund/Skriðsund

13 ára og eldri

Boðsund/Skriðsund

Aldur: Vegalengd: Grein:

12 ára og yngri

Fjórsund

13 ára og eldri

Fjórsund

  • Keppt verður á 4 brautum.
  • Hvert félag þarf að útvega 2-4 tímaverði.
  • Skráning fer fram innann félaganna. Skrá fyrir fimmtudagskvöld.
  • Þáttökugjald 1000.kr
  • Pizzahlaðborð eftir mót ca kl. 16:00
  • ATH ! Mótið hefst klukkan 13:00
  • Upphitun hefst 12:30

 

Malarvinnslubikar að hefjast

Uppröðun leikja er komin inn á vefinn. Veljið Íþróttamót > Malarvinnslubikarinn til að sjá hana. Fyrsti leikur er 12. júní og síðasti leikur er 24. júlí. Leikið er á sunnudögum en tvisvar sinnum er leikið á fimmtudögum. Þetta var gert til að klára mótið fyrir Verslunarmannahelgina eins og vani er á. UÍA ítrekar af gefnu tilefni að meðferð áfengis og annarra vímuefna er óæskileg á keppnisstað. Kjósi menn að hundsa það er það á þeirra eigin ábyrgð. Það er von okkar að mótið verði sem skemmtilegast þar sem það hafa ekki verið fleiri lið í nokkur ár og menn virðast ákveðnir í að leggja metnað sinn í að gera þetta sem glæsilegast. Að lokum minnum við liðin á að kynna sér reglurnar sem þau fengu send við skráningu og fara eftir þeim.

Leikir helgarinnar

Höttur og Neisti unnu sína leiki, Fjarðabyggð gerði jafntefli og Huginn tapaði. Staða austan liðanna er samt sem áður ágæt og möguleikarnir fínir. Einnig var leikið í kvennaknattspyrnunni.

Höttur sigraði Snört 5-1 á Dúddavelli, Kópaskeri á laugardaginn. Hinn 15 ára gamli Högni Helgason skoraði 2 mörk fyrir Hött, Vilmar Freyr setti 1, Jóhann Örn 1 og Birgir Hákonarson 1. Bjarki Þór Kristinsson skoraði mark Snartar. Þetta er fyrsti sigur Hattarmanna síðan sumarið 2003 og vonandi að þetta sé til þess að rétta úr kútnum fyrir þá!
Neisti sigraði Boltafélag Húsavíkur á Djúpavogi 3-0 og var það Hallur Ásgeirsson sem skoraði öll mörk Neista. Þetta var annar leikurinn í röð sem Hallur setur þrennu.
Í 2. deild lék Fjarðabyggð við Leiftur/Dalvík í Fjarðabyggð. Jón Örvar Eiríksson kom gestunum yfir úr vítaspyrnu en undir lok leiksins náðu Fjarðabyggðarmenn að jafna þegar Leiftur/Dalvík skoraði sjálfsmark. Lokatölur 1-1.
Huginn sótti svo Selfoss heim í fyrsta heimaleik heimamanna. Fjölmenni var á vellinum eða um 350 manns, bæði Selfyssingar og Seyðfirðingar. Ingþór Jóhann Guðmundsson kom Selfoss yfir eftir um 38 mínutna leik en Huginn náði að jafna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var Mikael Nikulásson þar að verki eftir hornspyrnu. Á 53. mínútu skoraði Ingþór Jóhann sitt annað mark og á 66. mínútu skoraði Lárus Arnar Guðmundsson þriðja mark heimamanna. Undir lok leiksins þyngdust sóknir Hugins og uppskáru þeir mark, Brynjar Gestsson skoraði með skalla á 88. mínútu. Lokatölur 3-2.
Þrír leikir fóru fram í 1. deild kvenna um heligna. Á föstudaginn tók Fjarðabyggð á móti Sindra á Eskifjarðarvelli. Sindri sigraði með þremur mörkum gegn einu. Á laugardaginn áttust Leiknir og Höttur við á Fáskrúðsfirði. Höttur sigraði 3-1 með tveimur mörkum frá Alexöndru Sveinsdóttur og einu marki frá Evu Ýr Óttarsdóttur. Mark Leiknis skoraði Una Sigríður Jónsdótir. Á sunnudag hélt Höttur svo til Akureyrar þar sem þær öttu kappi við sameiginlegt lið Þór/KA/KS. Leikar fóru 6-0 fyrir norðanstúlkur.

Lokastaðan í Malarvinnslubikarnum

Þá er Malarvinnslubikarnum lokið og voru það reynsluboltarnir í C liði Hattar sem fóru með sigur. Þeir fóru taplausir í gegnum annars jafnt mót. Við hjá ÚÍA óskum þeim til hamingju með sigurinn.

Lokastaðan:

 FélagLMarkatalaStig
1Höttur C731 1819
2Einherji728 2213
3Höttur B728 19 12
4UMFL725 25 10
5KE730 2610
6BN´96718 2110
7Þristur718 245
8Dýnamó Höfn 710 281

 

Dregið í Visa bikar karla

Dregið var í 32ja liða úrslitum Visa bikars karla nú í hádeginu. Fjarðabyggð og Huginn voru í pottinum eftir sigra á liðunum hér Mynd - Hafliði Breiðfjörð - www.fotbolti.netfyrir austan. Fjarðabyggð sigraði Neista og Huginn vann Hött.

Fjarðabyggð fær efstu deildar lið Fram í heimsókn og Huginn leikur við 1. deildar lið KA á Seyðisfirði. Það er alveg ljóst að hér eru á ferðinni tvö mjög spennandi verkefni fyrir austan liðin tvö og stefnan hlýtur að vera sett á að stríða þessum stærri liðum. Það er mikilvægt að fólk fjölmenni á vellina sem aldrei fyrr þegar leikirnir fara fram 19. - 20. júní.
Hér fyrir neðan má sjá fulltrúa liðanna draga nöfn mótherjanna úr pottinum. Mikael Nikulásson leikamaður Hugins dró fyrir þá en Birkir Sveinsson dró fyrir Fjarðabyggð.

 

Mynd - Hafliði Breiðfjörð - www.fotbolti.net

 

 

Myndir: Hafliði Breiðfjörð - www.fotbolti.net

 

Leiknir 2 - Höttur 1

Leiknir tók á móti Hetti í fyrsta leik þeirra í 3. deildinni í ár á Fáskrúðsfirði. Þessi leikur átti að fara fram á Egilsstöðum á mánudag en var færður yfir á Fáskrúðsfjörð vegna vallaraðstæðna á Vilhjálmsvelli. Eins og lesa má á vef Hattar, www.hottur.tk, eru menn þar á bæ ekki parhrifnir af dómgæslu leiksins og telja að sínum mönnum hefði verið mismunað. Það er að sjálfsögðu ekki UÍA að dæma en það verður að segjast að sé þetta rétt er þetta hið versta mál.

Leiknismenn komust yfir strax á 3. mínútu. Þar var að verki Vilberg Jónasson, þjálfari Leiknism sem skoraði með skalla eftir góða fyrirgjöf. Síðan tveim mínútum seinna dæmdi dómari leiksins, Eysteinn Þór Kristinsson umdeilda vítaspyrnu og skoraði Almir Cosic úr henni af öryggi. Eftir þetta tók Höttur öll völd á vellinum og uppskáru vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks. Vilmar Freyr Sævarsson skoraði úr henni af miklu öryggi. Í seinni hálfleik voru Hattarmenn sterkari aðilinn en báru ekki árangur sem erfiði og lokatölur því 2-1.

UMFB dregur sig úr keppni

UMFB hefur tekið þá ákvörðun að draga lið sitt úr keppni í Malarvinnslubikarnum. Eins og fram kemur í tilkynningu frá félaginu sér liðið sér ekki fært að halda úti liði sem þurfi að ferðast út fyrir starfsvæði UÍA í tvígang. Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér:

"Yfirlýsing frá UMFB

Hér með tilkynnist það að UMFB dregur lið sitt úr keppni í Malarvinnslubikarnum. Við sjáum einfaldlega ekki fram á að geta spilað níu leiki á um sex vikum og þar af fimm útileiki þar sem við þurfum meðal annars að fara bæði til Þórshafnar og Hornafjarðar. Því miður eru fáir hér heima sem æfa og spila fótbolta og enn færri sem gefa kost á sér í keppni svo langt að heiman. Við þyrftum mjög mikið að treysta á aðfengna leikmenn og það kostar mikla vinnu, tíma og peninga að halda úti svoleiðis liði. Ég vona að þessi ákvörðun okkar mæti skilningi. Við höfum frá upphafi reynt að halda úti liði í þessari keppni en nú einfaldlega átum við okkur sigraða og verðum að gera það skynsamlegasta í stöðunni og leggja árar í bát. Ég vænti þess að við verðum ekki látnir greiða keppnisgjöld því við höfðum ekki vænst þess að þurfa að ferðast í tvígang útfyrir starfsvæði UÍA í keppnisferðalög.

Virðingarfyllst
Ásgrímur Ingi Arngrímsson formaður UMFB"

 

Stórir sigrar í gærkvöld

Fjarðabyggð og Huginn unnu leiki sína í Visa bikar karla í gærkvöld. Fjarðabyggð sigraði Neista 7-0 á Eskifirði og Huginn sigraði Hött 5-1 á Egilsstöðum. Þessi lið eru því komin áfram og eiga því möguleika á að leika við lið úr efstu deild í næstu umferð Visa bikarsins.

Í leik Fjarðabyggðar og Neista skoraði Marjan Cekic fyrstu þrjú mörk Fjarðabyggðar á 3., 6. og 20. mínútu. Á 29. mínútu skoruðu Neista menn sjálfsmark og Goran Nikolic setti því næst mark á 61. mínútu. Það var síðan Grétar Örn Ómarsson sem skoraði síðustu tvö mörkin á 76. og 82. mínútu. Þar við sat og lokatölur 7-0.

Á Vilhjálmsvelli skoraði Kristján Guðberg Sveinsson fyrsta mark Hugins á 10. mínútu. Annað markið kom á 18. mínútu og þar var að verki Sveinbjörn Jónasson. Þá minnkaði Vilmar Freyr Sævarsson muninn fyrir Hött á 31. mínútu. Því næst setti Tómas Arnar Emilsson tvö mörk á 35. mínútu og 61. mínútu. Það var síðan Mikael Nikulásson sem rak síðasta smiðshöggið á sigur Hugins með marki á 62. mínútu, staðan 5-1.

 

Jafntefli á Seyðisfirði

Huginn og Tindastóll mættust í annarri umferð í 2. deild í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á Seyðisfirði í skítakulda en þrátt fyrir það mætti fjöldi áhorfenda beggja liða og var stemningin skemmtileg. Leikurinn endaði þó með jafntefli.

Tindastólsmenn voru fyrri til að skora en það gerði Snorri Geir Snorrason á 30. mín eftir að hafa sloppið einn inn fyrir vörn heimamanna. Eftir það fór sókn Hugins að þyngjast og áttu þeir aldeilis færin til að klára leikinn, m.a. átti Tómas Arnar Emilsson skot í þverslá. Á 52. mínútu slapp Sveinbjörn Jónasson í gegnum vörn Tindastóls eftir skemmtilega sókn heimamanna og skoraði af miklu öryggi framhjá Gísla Eyland Sveinssyni, markamanni Tindastóls. Staðan 1-1 sem urðu lokatölur leiksins.

Huginn og Fjarðabyggð sitja því í 3.-4. sæti 2. deildar með 4 stig, Huginn með hagstæðara markahlutfall. Næsta umferð fer fram á laugardaginn 28. maí. Huginn fer á Selfoss og leikur við heimamenn en Fjarðabyggð tekur á móti Leiftri-Dalvík i Fjarðabyggð.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ