Leiknir 2 - Höttur 1

Leiknir tók á móti Hetti í fyrsta leik þeirra í 3. deildinni í ár á Fáskrúðsfirði. Þessi leikur átti að fara fram á Egilsstöðum á mánudag en var færður yfir á Fáskrúðsfjörð vegna vallaraðstæðna á Vilhjálmsvelli. Eins og lesa má á vef Hattar, www.hottur.tk, eru menn þar á bæ ekki parhrifnir af dómgæslu leiksins og telja að sínum mönnum hefði verið mismunað. Það er að sjálfsögðu ekki UÍA að dæma en það verður að segjast að sé þetta rétt er þetta hið versta mál.

Leiknismenn komust yfir strax á 3. mínútu. Þar var að verki Vilberg Jónasson, þjálfari Leiknism sem skoraði með skalla eftir góða fyrirgjöf. Síðan tveim mínútum seinna dæmdi dómari leiksins, Eysteinn Þór Kristinsson umdeilda vítaspyrnu og skoraði Almir Cosic úr henni af öryggi. Eftir þetta tók Höttur öll völd á vellinum og uppskáru vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks. Vilmar Freyr Sævarsson skoraði úr henni af miklu öryggi. Í seinni hálfleik voru Hattarmenn sterkari aðilinn en báru ekki árangur sem erfiði og lokatölur því 2-1.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok