Höttur sigrar Sindra
Höttur sigraði Sindra í fyrsta leik 32ja liða úrslitum Visa bikars karla á Sindravöllum, Hornafirði í gærkvöldi með einu marki gegn engu. Höttur er því komið áfram í næstu umferð bikarkeppninnar.
Það var hinn 15 ára gamli unglingalandsliðsmaður Högni Helgason sem skoraði eina mark leiksins á upphafsmínútunum aðeins gegn gangi leiksins. Eftir þetta fóru Hattarmenn að taka völdin a vellinum og gáfust nokkur færi á að bæta við mörkum en allt kom fyrir ekki. Síðari hálfleikurinn einkenndist af sterkri varnarvinnu og lítið var um færi og úrslitin því 0-1 gestunum í vil og þeir komnir áfram í Visa bikarnum. Höttur mætir svo annaðhvort Huginn eða Leikni sem mætast á morgun fimmtudag og verður leikurinn leikinn á Seyðisfirði. Einnig mætast Fjarðabyggð og Knattspyrnufélag Eskifjarðar í Fjarðabyggð. Á föstudag eru það svo Neisti og Boltafélag Norðfjarðar sem mætast á Djúpavogi.