Malarvinnslubikarinn: Þriðja umferð

<p><em>Tveimur af þremur leikjum í þriðju umferð Malarvinnslubikarsins er nú lokið.</em></p>

<p>Á sunnudag hituðu heimamenn í BN ´96 upp fyrir úrslitaleik EM í knattspyrnu með því að taka á móti UMFB. Fóru leikar svo að heimamenn báru sigur úr býtum 3-1.</p><p>Á mánudag tóku Þristarmenn á móti KR á Fellavelli. Var gestrisni heimamanna óþarflega mikil og hlutu þeir nokkurn skell. Lokatölur urðu 1-6.</p><p>Leik 06. apríl og Dynamó Höfn var frestað og mun hann fara fram í vikunni.</p>

Malarvinnslubikarinn: Úrslit í fyrstu umferð

<p><em>Þrír leikir fóru fram í fyrstu umferð Malarvinnslubikarsins nú á sunnudag.</em></p>

<p>Á Fellavelli vann UMFB 3-4 sigur á heimamönnum í Þristi. Í Fjarðabyggðarhöllinni bar KR sigurorð af Dynamó Höfn 5-2 og í Neskaupstað sigraði BN ´96 lið 06. apríl 4-1. Önnur umferð verður leikin næstkomandi miðvikudag.</p><p>Ekki munu allar fréttir af Malarvinnslubikarnum hér eftir birtast á forsíðu <a>www.uia.is</a>, heldur verða þær færðar á sérstaka undirsíðu keppninnar. Smellið á tengilinn hér til vinstri til að komast inn á hana.</p>

Ný stjórn UÍA

Ný stjórn UÍA var kjörin á framhaldsaðalþingi í kvöld.

 

Nýr formaður er Elín Rán Björnsdóttir, Egilsstöðum, ritari er Gunnar Gunnarsson, Fljótsdal, gjaldkeri er Berglind Agnarsdóttir, Fáskrúðsfirði og Jónas Þór Jóhannsson, Egilsstöðum og Gunnar Jónsson, Eskifirði, meðstjórnendur.

Ný stjórn - frá vinstri: Gunnar Jónsson, Berglind Agnarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson (framkvæmdastjóri), Elín Rán Björnsdóttir og Gunnar Gunnarsson. Á myndina vantar Jónas Þór.

 

Annríki við auglýsingar

Framkvæmdastjóri og ritari UÍA, ásamt öflugum hjálparkokkum, eru að gera víðreist þessa dagana að hengja upp auglýsingar vegna viðburða í sumar.

 

 

Annars vegar er verið að auglýsa Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem fram fer samtímis á sex stöðum á landinu dagana 7. til 11. júlí og er fyrir börn og unglinga á alrinum 11 til 18 ára. UÍA ásamt frjálsíþróttadeild Hattar eru framkvæmdaaðilar skólans sem haldinn verður á Egilsstöðum. Reiknað er með því að þátttakendur gisti saman þá daga sem skólinn fer fram og verður boðið upp á margvíslega afþreyingu auk æfinga í frjálsum íþróttum. Þátttökugjald er 15.000 krónur og innifalið í því er fæði, gisting og æfingagjöld. Áhugasamir geta haft samband við UMFÍ í síma 568-2929 eða UÍA í síma 471-1353.


Hins vegar er verið að auglýsa Unglingalandsmót sem fer fram í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Að vanda verður þar um frábæra vímulausa skemmtun að ræða. UÍA stefnir að því að senda vaska sveit keppenda og foreldra á staðinn og hvetur alla til þess að mæta. Þeir sem einu sinni hafa farið á landsmót vilja alltaf fara aftur. Nánari upplýsingar um unglingalandsmót er að finna á heimasíðunni www.ulm.is.

 

Malarvinnslubikarinn: Fyrsta umferð

<p><em>Fyrsta umferð Malarvinnslubikarsins 2008 verður leikin á morgun sunnudag. Heimalið bera ábyrgð á framkvæmd leikja og þurfa að skila leikskýrslu til UÍA.</em></p>

<p>Hér meðfylgjandi er form fyrir leikskýrsluna, sem bera að skila ekki síðar en viku eftir leik til skrifstofu UÍA. Þegar skýrslur fyrir hverja umferð hafa skilað sér verða þær birtar hér á síðunni.</p><p>Önnur umferð keppninnar verður svo leikin á miðvikudaginn 25. júní. Bikarkeppnin byrjar því sannarlega af miklum krafti. UÍA vill óska knattspyrnumönnunum góðs gengis og minnir á hin góðu orð sr. Friðriks Friðrikssonar „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði“.</p><p><a href="/images/stories/Leikskyrsla2008.xls"><img alt="icon" src="/mambots/editors/htmlarea3_xtd/popups/InsertFile/images/ext/xls_small.gif" align="bottom" border="0" /> Leikskyrsla2008.xls</a></p>

Malarvinnslubikarinn 2008

<p><em>Fyrsta umferðin í Bikarkeppni UÍA og Malarvinnslunnar í knattspyrnu verður leikin 22. júni. Skráningarfrestur í keppnina rennur út þann 18. júní.</em></p>

<p>Keppnin verður með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár en það ræðst af fjölda liða hvort leikið verður í einni deild eða í riðlum. Skráningargjaldið er 25.000 krónur á lið. Gjaldið er óafturkræft og þarf að greiða það fyrir lok skráningarfrestsins. </p><p>Þann 19. júní verður svo haldinn kynningarfundur með forsvarsmönnum liðanna sem hafa skráð sig til leiks þar sem farið verður yfir reglur keppninnar og ýmislegt annað gagnlegt. UÍA vonast eftir góðu og skemmtilegu móti og hvetur sem flest lið til að skrá sig til leiks.</p><p>Hér að neðan má finna reglur keppninnar og ýmis skjöl sem nota þarf í sumar.</p><p><a href="/images/stories/malarvinnslubikar/kaerueydublad2008.doc"><img alt="icon" src="/mambots/editors/htmlarea3_xtd/popups/InsertFile/images/ext/doc_small.gif" align="bottom" border="0" /> kaerueydublad2008.doc</a></p><p><a href="/images/stories/malarvinnslubikar/skraning2008.doc"><img alt="icon" src="/mambots/editors/htmlarea3_xtd/popups/InsertFile/images/ext/doc_small.gif" align="bottom" border="0" /> skraning2008.doc</a></p><p><a href="/images/stories/malarvinnslubikar/felagaskipti2008.doc"><img alt="icon" src="/mambots/editors/htmlarea3_xtd/popups/InsertFile/images/ext/doc_small.gif" align="bottom" border="0" /> felagaskipti2008.doc</a></p><p><a href="/images/stories/malarvinnslubikar/reglur2008.doc"><img alt="icon" src="/mambots/editors/htmlarea3_xtd/popups/InsertFile/images/ext/doc_small.gif" align="bottom" border="0" /> reglur2008.doc</a><a href="/images/stories/Kærueyðublað%202008.doc"><font color="#ff0000"></font></a></p>

Malarvinnslubikarinn: Önnur umferð

<p style="font-style: italic;">Tveir leikir fóru fram í annarri umferð Malarvinnslubikarsins í gær.</p>

<p>Í Neskaupstað bar lið BN ´96 sigurorð af liði Þristar, 5-3. Markvörður heimamanna fékk að líta rauða spjaldið en náðu þeir eigi að síður að innbyrða sigurinn.</p><p><br />Á Reyðarfirði tók lið KR á móti 06. apríl og fóru leikar svo að gestirnir höfðu sigur 1-2.</p><p><br />Leik Dynamó Höfn og UMFB sem átti að fara fram á Höfn var frestað.<br /></p>

Leikjadagskrá Malarvinnslubikarsins

<p><em>Í gærkvöldi var dregið í Malarvinnslubikarnum. Sex lið eru skráð til keppni, Dynamó Höfn, UMF Þristur, UMF Borgarfjarðar, 06. apríl, Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar og Boltafélag Norðfjarðar. Fyrsta umferðin fer fram á sunnudag.</em></p><p />

<h2 style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS"><img height="150" hspace="0" src="/images/stories/MalarvinnslubikarKEogValur%20ReydarfeigsastvidiMalarvinnslubikarnum.jpg" width="200" align="right" border="0" /></span></h2><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS"> </span><span lang="IS">1. umferð sunnudagur 22. júní 18:00</span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">KR-Dynamó Höfn</span></p><p style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS"><font face="arial,helvetica,sans-serif">BN – 06. apríl</font></span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">Þristur – UMFB</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS"> </span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">2. umferð miðvikudagur 25. júní 20:00</span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">KR-06. apríl</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">BN-Þristur</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">Dynamó – UMFB</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS"> </span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">3. umferð sunnudagur 29. júní 18:00</span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">Þristur – KR</span></p><p style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">BN - UMFB</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">06. april – Dynamó</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS"> </span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">4. umferð sunnudagur 6. júlí 18:00</span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">06. apríl – Þristur</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">KR-UMFB</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">Dynamó – BN</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS"> </span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">5. umferð sunnudagu 13. júlí 18:00</span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">BN-KR</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">Þristur – Dynamó</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">UMFB – 06. apríl</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS"> </span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">6. umferð sunnudagur 20. júlí 18:00</span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">Dynamó – KR</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">06. apríl - BN</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS"></span><span lang="IS">UMFB – Þristur</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS"> </span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">7. umferð sunnudagur 27. júlí 18:00</span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">06. apríl – KR</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">Þristur – BN</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">UMFB – Dynamó</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS"> </span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">8. umferð miðvikudagur 30. júlí 20:00</span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">KR – Þristur</span></p><p style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS"><font face="arial,helvetica,sans-serif">UMFB - BN</font></span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">Dynamó – 06. apríl</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS"> </span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">9. umferð sunnudagur 10. ágúst 18:00</span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">Þristur – 06. apríl</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">UMFB – KR</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">BN – Dynamó</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS"> </span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">10. umferð sunnudagur 17. ágúst 18:00</span></p><p /><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">KR – BN</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">Dynamó – Þristur</span></p><p class="MsoNormal" style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><span lang="IS">06. apríl - UMFB</span></p>

Nýr framkvæmdastjóri

Stefán Bogi Sveinsson hefur verið ráðinn til starfa sem nýr framkvæmdastjóri UÍA.

 

Stefán Bogi er lögfræðingur og hefur undanfarin tvö ár starfað sem lögmaður í Reykjavík. Hann er ekki ókunnugur Austurlandi. Hann er fæddur á Héraði og hefur búið í Jökulsárhlíð, á Vopnafirði og síðast á Egilsstöðum þar sem hann nam við ME. Faðir hans, Sveinn Guðmundsson, sat í stjórn UÍA á sjöunda áratugnum. Sjálfur hefur Stefán mikla reynslu af félagsstörfum.

Fátt segir af íþróttaferli Stefáns en hann spilaði fót- og körfubolta með yngri flokkum Hattar, fótbolta með meistaraflokki Þristar og keppti í kringlukasti á bikarmeistaramóti fyrir hönd UÍA. Að hans eigin sögn varð hann ekki neðstur.

Hann hefur þegar tekið til starfa og mun stýra skrifstofu UÍA á Egilsstöðum.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok