Unglingalandsmóti UMFÍ lokið
Yfir 20 þáttakendur kepptu fyrir hönd UÍA á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Höfn síðastliðna helgi. Árangur UÍA fólksins var mjög góður og eru úrslitin hér fyrir neðan.
Frjálsar
Heiðdís Sigurjónsdóttir varð Unglingalandsmótsmeistari í langstökki í flokki 11 ára stelpna þegar hún stökk 4.47 metra í síðustu umferð. Heiðdís varð einnig í 4. sæti í 60. metra hlaupi og hástökki og í 6. sæti í 600 metra hlaupi.
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson sigraði í kúluvarpi í flokki 13 ára stráka og varð því einnig Unglingalandsmótsmeistari.
Andrés Kristleifsson hafnaði í 2 sæti í 600 m hlaupi, 3 sæti í langstökki og 4-5 sæti í hástökki í flokki 12 ára stráka.
Daði Fannar Sverrisson varð annar í spjótkasti og fjórði í kúluvarpi í flokki 11 ára stráka.
Þorgeir Óli Þorsteinsson varð fjórði í langstökki, annar í 100 metra hlaupi og fjórði í 800 metra hlaupi 15-16 ára drengja.
Brynjar Gauti Snorrason varð sjöundi í 800 metra hlaupi 15-16 ára drengja.
Erla Gunnlaugsdóttir varð fjórða í 600 metra hlaupi, í 5-6 sæti í 60. metra hlaupi og í 8. sæti í langstökki.
Elísa Marey Sverrisdóttir lenti í 5. sæti í kúluvarpi 14 ára telpna.
Freydís Edda Benediktsdóttir varð í 5. sæti í langstökki og varð í 11. sæti í úrslitum í 100 metra hlaupi 15-16 ára meyja.
Sigurður Vopni Gíslason komst einnig í úrslit í 60 metra hlaupi 11 ára stráka og endaði í 11 sæti.
Glíma
Hekla María Samúelsdóttir sigraði í flokki 11-12 ára stúlkna og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson sigraði einnig í flokki 13-14 ára drengja. Þá varð Hjalti Þórarinn Ásbjörnsson annar í flokki 15-16 ára drengja.
Sund
Guðlaug Jóna Karlsdóttir varð í 7. sæti í 50 metra skriðsundi 11-12 ára stelpna.
Guðdís Benný Eiríksdóttir varð 8. í sama sundi og í sjötta sæti í 50 metra bringusundi.
Birta Hörn Guðmundsdóttir lenti í fimmta sæti í 50 metra bringusundi 11-12 ára stelpna og Sunna Valsdóttir varð í því tólfta.
Hestaíþróttir
Í hestaíþróttunum varð Berglind Rós Bergsdóttir Unglingalandsmótsmeistari í barnaflokki á Myrva frá Ketilsstöðum bæði í fjórgangi og tölti.
Golf
Steinar Aron Magnússon varð Unglingalandsmótsmeistari í flokki 11-12 ára stráka.
Eins og sjá má var árangur UÍA keppendanna einkar glæsilegur og er þessi árangur til að byggja á fyrir næsta Unglingalandsmót.
Öll úrslit mótsins má finna á http://www.ulm.is og úrslitin í frjálsum gegnum vefinn http://fri.is undir mótaforrit.