<p>Lið frá Alcoa hefur bæst við í Malarvinnslubikarinn og hefur keppni gegn Þristinum kl 20:00 í Fjarðarbyggðarhöllinni á mánudaginn og mun spila við liðin sem áttu að sitja hjá í hverri umferð. Ný leikjadagskrá kemur von bráðar á netið þegar nýja liðið hefur valið sér nafn.</p>
Þrír leikir voru spilaðir í fyrstu umferð Malarvinnslubikarsins í gær.
Á Norðfirði tóku heimamenn í liði BN á móti liði Þristar og sigruðu nokkuð örugglega með 3 mörkum geng engu. Dýnamó gjörsigraði ungt lið Vetrarbruna með 12 mörkum gegn 2 og það voru svo Hattarmenn sem unnu KR/Leikni B 5-2. Í kvöld eigast við 06.apríl og UMFB í lokaleik fyrstu umferðar.
<p>UÍA og Malrvinnslan hafa undirritað samning sín á milli um að Malarvinnslan styrki bikarkeppni UÍA í knattspyrnu eins og undarfarin sumur og ber keppnin því heitið Malarvinnslubikarinn 2007. Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til 22. júní og fyrsta umferð verður leikin mánudaginn 25. júní.</p><p><br /></p>
<img src="/images/stories/uiamalarvinnslan3.jpg" /><br />Frá undirritun samninga: Einar Hróbjartur Jónsson og Ragnheiður Kristiansen.<br />
Hlaupamót verður á Vilhjálmsvelli þriðjudaginn 3.júlí.
Frjálsíþróttadeild Hattar stendur fyrir mótinu og verður keppt í flokkum 14 ára og yngri og 15 ára og eldri. Mótið hefst klukkan 18:00 og verður tekið við skráningum á staðnum. Nánari upplýsingar í símum 844-7978 og 868-5742. UÍA skorar á alla bæði unga sem aldna að taka þátt en útbúnaður við mótið er eins og hann gerist bestur. Einnig skorar UÍA á fólk að gera sér glaðan dag og mæta á völlin til að fylgjast með mótinu.
Fulltrúar UMFÍ verða á Austurlandi á fimmtudag og föstudag til að ræða við forráðamenn ungmennafélaganna. Ætlunin er að kynna landsmót og unglingalandsmót ásamt því að ræða um nýtt verkefni sem nefnist Evrópa unga fólksins. Þarna er kjörið tækifæri til að kynna sér starf UMFÍ og kynna UMFÍ fyrir austfirsku íþróttalífi.
Dagskráin er sem hér segir:
Fimmtudagur 14.06.
kl. 13:00Egilsstaðir – Fundur með Huginn og Hetti
kl. 15:00Egilsstaðir – fundur með öðrum félögum (Einherji, Ásinn, UMFB, Þristur, S.E. og fleiri)
kl. 17:00Egilsstaðir – fundur með stjórn ÚÍA
Allir fundir fara fram í húsnæði Fræðlunets Austurlands við Vonarland
Föstudagur 15.06.
kl. 13:00Fáskrúðsfjörður – fundur með félögunum frá Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði auk skólastjórnenda og fl. frá grunnskólanum Fáskr.f. þar sem þremur nemendum verða veitt verðlaun fyrir þriðja sæti í samkeppni um bestu Flott án fíknar auglýsinguna.
kl. 15:30Reyðarfjörður – fundur með félögunum frá Eskifirði, Reyðarfirði og Norðfirði.
<p><font size="3" face="Times New Roman" color="#000000">Í kvöld var dregið í Malarvinnslubikarnum. Níu lið mæta til leiks og leikin verður einföld umferð. Leiktími er kl 20:00 í öllum umferðum og verða lið að koma sér saman um frestun sín á milli og láta skrifstofu UÍA vita.</font></p>
Eins og mörg undanfarin sumur stendur UÍA fyrir deildarkeppni í knattspyrnu karla.
<p>Stefnt er að því að mótið hefjist 18.júní og að því ljúki um miðjan ágúst mánuð. Tekið er við skráningum á <a href="/mailto:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.</a>, mótsgjaldið að þessu sinni er 25.000.- kr á lið. </p><p>Keppnin er opin félögum innan aðildarsvæðis UÍA, frá Bakkafirði til Djúpavogs. Skráningarfrestur í keppnina er til 15. júní. Við skráningu skal hvert félag leggja fram: Nöfn tveggja dómara (aðal og vara) og fjögurra aðstoðarmanna sem dæma munu í bikarnum. UÍA hefur yfirumsjón með dómaramálum og greiðir laun aðaldómara. Dómarar skulu hafa lokið unglingadómaraprófi KSÍ og aðstoðardómarar náð 16 ára aldri og kunna góð skil á knattspyrnureglunum.<br />Einnig skal skila inn leikstað.</p><p>Frekari upplýsingar veitir Gísli Sigurðarson í síma 691-2205. </p><p><a href="/images/stories/Malarvinnslubikarinn%202006_skraningareydublad.doc"><img alt="icon" src="/mambots/editors/htmlarea3_xtd/popups/InsertFile/images/ext/doc_small.gif" align="bottom" border="0" /> Malarvinnslubikarinn 2006_skraningareydublad.doc</a></p><p><a href="/images/stories/Malarvinnslubikarinn%202006_skraningareydublad.pdf"><img alt="icon" src="/mambots/editors/htmlarea3_xtd/popups/InsertFile/images/ext/pdf_small.gif" align="bottom" border="0" /> Malarvinnslubikarinn 2006_skraningareydublad.pdf</a></p>