Fundargerð sambandsþings

Tæplega þrjátíu fulltrúar frá tíu sambandsfélögum sátu sambandsþing UÍA sem haldið var á Fáskrúðsfirði seinasta miðvikudag.

 

59. sambandsþing UÍA,haldið á Hótel Bjargi, Fáskrúðsfirði 23. maí 2007

1. Setning

Jóhann setti þing og bauð þingfulltrúa velkomna. Hann stakk upp á Steinþóri Péturssyni sem þingforseta og Gunnari Gunnarssyni og Gísla Sigurðarsyni sem riturum. Kjörbréfi var ekki dreift en ákveðið að þingfulltrúar skrifuðu sig á blað sem gilti sem kjörbréf.

2. Skýrsla stjórnar

Steinþór tók við þingstjórn og gaf Jóhanni orðið til að kynna skýrslu stjórnar.

3. Ársreikningar

Arngrímur Viðar kynnti ársreikninga UÍA. Hann tók fram á milli ára hefði verið skipt um bókhaldsforrit.
2006 2005
Tap 309.518 1.560.998
Rekstrartekjur 5.620.534 6.217.897
Rekstrargjöld 5.852.772 7.664.089
Eignir 4.217.898 4.943.267
Skuldir 1.126.327 1.560.767

icon arsreikningar0506.pdf

4. Kjörbréfanefnd

Tillaga um kjörbréfanefnd, samþykkt samhljóða: Steinn Jónasson, Gísli Sigurðarson, Bjarney Jónsdóttir.

5. Ávörp gesta

Ólafur Rafnsson, formaður ÍSÍ
Ólafur sagði stærð UÍA gera sambandið að ákveðnum kyndilbera fyrri önnur héraðssambönd. Hann hvatti til aukinnar samvinnu við ýmsa aðila, jafnt sveitarfélög sem grasrótina sem sérsambönd, sem í vaxandi mæli hafa tekið að sér mótahald. Ólafur sagði tvö mikilvæg hagsmunamál íþróttahreyfingarinnar hafa náðst í gegn, ríkisstyrki til sérsambanda og ferðasjóð íþróttahreyfingarinnar. Næst sagðist hann vilja beita sér fyrir eflingu héraðssambandanna.

Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ
Björn stiklaði á stóru í starfi UMFÍ, sem verður 100 ára í ár og heldur Landsmót í Kópavogi. Sambandið er að reisa nýjarhöfuðsvöðvar. Björn minntist einnig á möguleika á styrkjum frá ESB, verkefnið Flott án fíknar, íþrótta- og tómstundabúðir á Vesturlandi. Hann bætti jafnframt við að sambúð UMFÍ og ÍSÍ hefði batnað.

6. Kjörbréfanefnd skilaði niðurstöðum.

Á þingið mættu 26 fulltrúar með atkvæðisrétt frá 10 félögum.
UMF Leiknir: Steinn Jónasson, Bjarnheiður Pálsdóttir, Oddrún Pálsdóttir, Pálína Margeirsdóttir, Jónína Hemisdóttir, Elsa Elísdóttir, Magnús Ásgrímsson, Kjartan Reynisson, Hildur Einarsdóttir og Steinþór Pétursson.
Neisti D.: Hlíf Herbjörnsdóttir
UMF Einherji: Einar B. Kristbergsson, Bjarney G. Jónsdóttir.
Höttur: Hulda Eðvaldsdóttir, Helgi Sigurðsson.
Austri: Benedikt Jóhannsson
Hestamannafélagið Blær: Vilberg Einarsson, Þórður Júlíusson, Theodór Haraldsson.
UMF Valur: Dísa Mjöll Ásgeirsdóttir, Sigurbjörg Hjaltadóttir.
UMF Borgfirðinga: Arngrímur Viðar Ásgeirsson
UMF Þristur: Gunnar Gunnarsson, Hafþór Þórarinsson.
UMF Súlan: Jóna Petra Magnúsdóttir
Þróttur N.: Jóhann Tryggvason

7. Árgjald og fjárhagsáætlun

Tillaga um óbreytt árgjld, 250 krónur á félagsmann. Arngrímur Viðar kynnti fjárhagsáætlun.

8. Umræður
Jóhann bætti við skýursluna. Samningur var gerður árið 2005 við KHB um búningamál, sem gekk ekki eftir, en hann sagðist reikna með að fleiri slíkir samningar yrðu gerðir í framtíðinni. Fjögur ný félög hafa sótt um aðild að UÍA.
Dóra frá FRÍ spurði hvort ekki væri gert ráð fyrir fé í landsmót og hví UÍA hefði ekki sótt um að halda FRÍ mót í sumar.
Jóhann sagði landsmótin vera sérverkefni utan áætlunar. Lægð sé í frjálsum íþróttum, eftir landsmótið 2001 hefðu lykileinstaklingar verið úrvinda auk þess sem stefnubreyting hefði orðið með nýrri stjórn um að jafna mun greina. Eins skorti virkara frjálsíþróttaráð.
Helgi lýsti áhyggjum íþróttafélaga á landsbyggðinni vegna væntanlegrar grimmrar ásóknar félaga af höfuðborgarsvæðinu í ferðasjóð íþróttafélaga. Hann sagði takmarkaðan áhuga hafa verið á búningasamningum við KHB. Hann sagði verkefni frjálsíþróttadeildar Hattar, sem er fyrirmyndarfélag, hafa gengið vel. Í verkefnið vanti þó fjárhagslega gulrót.
Arngrímur Viðar sagði uppsögn Viðars hjá ÍSÍ fyrir nkkurm árum hafa skaðað vinnu við fyrirmyndarfélög innan UÍA. Hann sagði skorta tengingu milli ÍSÍ og UMFÍ við UÍA með starfsmanni eystra, þrátt fyrir fögur fyrirheit.
Ólafur sagðist gera ráð fyrri að félögin úr Reykjavík ættu eftir að sækja grimmt í ferðasjóðinn. Hann sagði æ fleiri verkefni hlaðast á fáa innan íþróttahreyfingarinnar. Hann benti á heimasíður sem tæki til miðlunar upplýsinga.

9. Afgreiðslur

Ársreikningar, árgjöld, fjárhagsáætlun og innganga fjögurra nýrra félaga var samþykkt samhljóða. Félögin eru: Kajakklubburinn Kaj, Hestamannafélagið Glófaxi, Vélíþróttaklúbburinn Start og Vélíþróttaklúbbur Fjarðabyggðar.

10. Ávörp gesta í matarhléi.
Helga Steinunn frá ÍSÍ ræddi um ferðasjóð og fyrirmyndarfélög. Fulltrúar frá ÚSÚ kynntu unglingalandsmótið á Höfn.

11. Kosningar
Engin framboð höfðu borist til að fylla þau skörð sem munu myndast í stjórn. Tillaga lögð fram um að fresta fundi að lokinni dagskrá og kjósa á framhaldsaðalfundi í haust. Kjörbréf gilda þá. Félögum verður þó heimilt að fylla þá upp í fulltrúakvóta sinn.

12. Önnur mal
Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ, áminnti menn umað skila starfsskýrslum. Hann vitnaði í nýlega skýrslu Þórdísar Gísladótur þar sem meðal annars kemur fram að styrkir til íþróttahreyfingarinnar skila sér aftur til samfélagsins.
Arngrímur Viðar lagði til að sumarhátíð UÍA yrði framvegis haldin seinni part ágúst og yrði þá uppskeruhátíð sumarsins. Ástæðan er mikið mótahald í júlí.
Helgi hvatti menn til að halda mótið við bestu aðstæður á Vilhjálmsvelli.
Tillaga um að stjórn skipuleggi sumarhátíð í lok ágúst var samþykkt samhljóða.
Tillaga um að stjórn sitji til hausts og boði til framhaldsþings samþykkt samhljóða.

Þingi frestað.

Ólafi Rafnssyni og Birni B. Jónssyni varð tíðrætt um hina austfirsku fegurð. Ólafur sagði meðal annars að hann hefði sjaldan séð álíka fegurð úr ræðustól og úr salnum á Hótel Bjargi. Þetta varð Þórði Júlíussyni að yrkisefni.
Fegurðin af fjöllum skín
fannir klæða tinda.
Fránar sjónir fagra sýn
fjötrar hugann binda.

Í ræðu sinni hrósaði Ólafur einnig Jóhanni Tryggasyni, formanni UÍA, fyrir skemmtiatriði á formannafundum ÍSÍ í formi þar sem hann tæki fundina ævinlega saman í vísuformi. Jóhann sagði þó að hann vildi heldur að sín yrði minnst fyrir neikvæðni og gagnrýni. Þá orti Viðar Sigurjónsson.
Má hann aldrei missa sig
mætur karl á þingum,
glettnar vísur gleðja mig
frá góðum hagyrðingum.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok