Fundargerð 20160222
Stjórnarfundur 22. febrúar 2016, haldinn kl 17:30 í Grunnskólanum á Reyðarfirði. Mættir: Gunnar Gunnarsson, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Pálína Margeirsdóttir, Reynir Zoega, Jósef Auðunn Friðriksson, Hlöðver Hlöðversson og Hildur Bergsdóttir framkvæmdastýra.
1. Síðasta fundargerð
Engar athugasemdir gerðar við fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt samhljóða.
2. Innsend erindi
- Umsókn Sjósports austur um inngöngu í UÍA
Hildur kynnti umsóknina. Stjórn samþykkir umsókn Sjósports um inngöngu í UÍA með fyrirvara um að laganefndir ÍSÍ og UMFÍ samþykki umsóknina.
- Skýrsla European week of sports
Hildur kynnti erindið.
3. Skýrsla skrifstofu
Hildur fór yfir skýrslu skrifstofu:
Umsókn til EUF um ungmennaskiptaverkefnið F:ire&ice hefur verið send inn og við bíðum nú svara.
Ómar Bragi fundaði með okkur og bæjarstarfsfólki v ULM í lok janúar. Óvissa með tjaldstæði, metnaður til að gera mótið sem glæsilegast og bjóða upp á fjölbreytt greinaframboð.
Tour de Ormurinn undirbúningur í fullum gangi, keppnin verður 13. ágúst. Gengur erfiðlega að fá stóra styrktaraðila að keppninni.
Góð mæting frá okkar fólki á þing KSÍ aðra helgina í febrúar
Lottó verður greitt út á næstu dögum, félögin hafa frest til miðvikudags að skila inn aðalfundargerðum.
Skemmtilegt borðtennisnámskeið um helgina, BTÍ heimsótti okkur og áhugi á frekara samstarfi
Viðburðir framunda:
Fjör og fræðsluhelgi UMFÍ 26.-28. feb. Vopnafjörður, Norðfjörður, Egilsstaðir.
Páskaeggjamót í frjálsum íþróttum á Norðfirði 5. mars
Fríða Rún væntanleg með hlaupakennslu og næringarfræðslu 10. mars á Egilsstaði.
Ungmennahelgi UÍA og JCI 19.-20. mars á Reyðarfirði og úrslitahátíð Bólholtsbikars 19. mars á Egilsstöðum.
Ekki meir námskeið Æskulýðsvettvangsins 19. apríl á Reyðarfirði.
4. Fjármál
Drög að ársreikningi lögð fram og kynnt.
5. Dagskrá þings, tillögur og fl.
Sambandsþing UÍA verður haldið laugardaginn 9. apríl á Vopnafirði og hefst kl. 12:00
Umræða um tillögur og dagskrá verður tekin fyrir á næsta fundi.
6. Starfsmannamál
H.B. vék af fundi undir þessum lið. Samþykkt drög að endurskoðun samnings við framkvæmdastýru.
Auglýst hefur verið eftir sumarstarfsmanni.
7. Önnur mál
Engin önnur mál tekin fyrir.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:4
Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 14. mars kl. 17:30 á skrifstofu UÍA.
Fundargerð ritaði Elsa Guðný.