Fundargerð 20160118

Stjórnarfundur 18. janúar 2016 haldinn á Hildibrand Hótel á Norðfirði kl 17:30.
Mættir: Gunnar Gunnarsson, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Pálína Margeirsdóttir, Reynir Zoega, Jósef Auðunn Friðriksson, Hlöðver Hlöðversson og Hildur Bergsdóttir framkvæmdastýra.

Formaður lagði til að umsókn í Afreks- og fræðslusjóð UÍA verði tekið fyrir sem sér mál. Samþykkt samhljóða.

1. Síðasta fundargerð
Engar athugasemdir voru gerðar við síðustu fundargerð. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2. Innsend erindi
- Erindi frá UMFÍ dagsett, 14. janúar, kallað eftir dagsetningum á þingi sambandsins.
Samþykkt að stefna á 16. apríl 2016. Þingið verður haldið á Vopnafirði. Starfsmanni að heyra í Vopnfirðingum varðandi dagsetningu og fundarstað.

-Erindi frá UMFÍ dagsett 21. desember, Hreyfivika UMFÍ haldin að vori en ekki hausti 2016, 22.-28.maí næst komandi. Hvatt til þátttöku.
Lagt fram til kynningar.

-Erindi frá Fríðu Rún Þórðardóttur næringar og íþróttafræðings dagsett 29. nóv. Tilboð um næringarfræðifyrirlestur fyrir íþróttafólk í tengslum við komu hennar hingað austur á vegum Asma- og ofnæmissamtakanna nú í sennilega febrúar. Kr 20.000.
Langt fram til kynningar. Samþykkt að þyggja þetta tilboð. Fjármagn tekið úr fræðslusjóði. Starfsmanni falið að ganga frá málinu.

3. Umsókn í Afreks- og fræðslusjóð UÍA frá Kristni Hjaltasyni.
Samþykkt að styrkja Kristinn um 100.000 krónur.

4. Skýrsla skrifstofu:
Hildur kynnti skýrslu skrifstofu:

UÍA kynnti starf sitt á fundi íþrótta- og tómstundanefndar Fjarðabyggðar 10. desember.
Nefndarmenn komu með hugmyndir að handboltakynningu á vegum UÍA og hvort sambandið gæti komið að hlaupi yfir Fagradal.

Verðlaunapeningar UÍA. Byrgðir af UÍA peningum að verða uppurnar hjá KLM og viðræður hafnar við Verðlaunagripi Austurlands um að útbúa nýjan UÍA pening, stk verðið verður sennilega um 100-150 kr ódýrara en á gömlu peningunum. Auk þess að sendingarkostnaður dettur út.

Heimasíða, vinna við síðuna í fullum gangi.

5. Verkefni framundan:
Hildur kynnti verkefni framundan:

Frumkvöðlannámskeið UMFÍ fyrir ungt fólk 22. janúar, UÍA á þrjú sæti og þau nýta Helga Jóna Svansdóttir, Benedikt Jónsson og Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir.

ULM undirbúningshópur býður heimsóknar frá Ómari Braga Stefánssyni, en ljóst að tjaldstæðamál verða í brennidepli og ólíklegt að tjaldstæðið verði á sama stað og síðast.

Námskeiðsferð UMFÍ á Austurlandi 26.-28. febrúar. Sabína Halldórsdóttir og Jörgen Nilsen kenna námskeiðin Sýndu hvað í þér býr og Jákvæð sálfræði, hópefli og leikgleði.
Föstudaginn 26. feb verður Sabína á Vopnafirði með Sýndu hvað í þér býr auk námskeiðs um útivist barna sem Vopnafjarðarhreppur sér um.
Laugardaginn verða Sabína og Jörgen í VA í Neskaupstað með námskeiðin tvö og sunnudaginn á Héraði.

Undirbúningur umsóknar í Eramus+ vegna ungmennaskiptaverkefnis með Írlandi er í fullum gangi.
Umsóknarfrestur er til 2. febrúar og stefnt á að sækja í sjóðinn f þann tíma.

Hugmyndavinna vegna Ungmennaskiptaverkefnis með Ungverjalandi er einnig hafin en það ferli mun skemur á veg komið.

Fyrirhugaðar kynningarheimsóknir til sveitastjórna og aðildarfélaga á Vopnafirði 26. feb og Seyðisfirði á næstunni,

Unnið í samstarfi við JCI að ungmennadegi UÍA og JCI, gagnkvæmur áhugi á verkefninu og rætt um að dagskráin miði að sjálfsstyrkingu/uppbyggingu, verkefnastjórnun og hópefli auk kynninga á starfi JCI og UÍA, dagsetning liggur ekki fyrir.

Borðtennissambandið og SamAust hafa áhuga á að vera með borðtennisnámskeið á Austurlandi, annars vegar fyrir börn og unglinga og hinsvegar f fullorðna. Áhugi á Fljótsdalshéraði og hans leitað víðar. Beiðið eftir kostnaðaráætlun frá Borðtennissambandinu. 75.000 kr kostnaður vegna þess.

6. Snæfell
Rætt um síðasta blað.

7. Fjárfestingar á árinu.
Framkvæmdastýra og formaður fóru yfir fjárfestingar sem nauðsynlegt er að fara í árinu. Kominn er tími á að kaupa nýja fartölvu og rafknúið skrifborð á skrifstofu. Samþykkt að veita allt að 250.000 krónum í nýja fartölvu og skoða málin varðandi skrifborð.

8. Þing
Framkvæmdastýra fór yfir ályktanir sem samþykktar voru á síðasta þingi og beint var til stjórnar.

9. Fyrirmyndarhéraðssamband
Framkvæmdastýra kynnti verkefnið Fyrirmyndarhérað ÍSÍ og fór yfir þau skilyrði sem héraðssamböndin þurfa að uppfylla til að hljóta nafnbótina.
Samþykkt að UÍA uppfylli eftirfarandi skilyrði fyrir næsta þing:

1A: Skipurit til staðar
1B: Hlutverk stjórnar og starfsmanna er skilgreint.
2C: Íþróttahérðaðið hefur markað sér stefnu í umhverfismálum.

10. Önnur mál
Ráðning sumarstarfsmanns: Ekki búið að ganga frá ráðningu sumarstarfsmanns en viðræður í gangi.

Stefnt á næsta fund 15. febrúar á Reyðarfirði

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:53

Elsa Guðný ritaði fundargerð.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok