Fundargerð sambandsþings 2015
Fundargerð 65. sambandsþings UÍA, Hallormsstað 11. apríl 2015
1. Þingsetning - kl. 11:20
Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, ávarpaði fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Talaði um það sem framundan er. Landsmót 2017 og gerð myndbanda um íþróttagreinar.
Sýnt myndband þar sem Sprettur Sporlangi heimsækir sundæfingu hjá Neista á Djúpavogi og fimleikaæfingu hjá Hetti á Egilsstöðum.
2. Skipun starfsmanna þingsins:
a) Tillaga um Gunnþórunni Ingólfsdóttur, Þristi, sem fundarstjóra. Samþykkt með lófaklappi.
Gunnþórunn tekur við fundarstjórn.
b) Tillaga um Hildi Jórunni Agnarsdóttur og Þorvarð Ingimarsson, Þristi, sem ritara. Samþykkt með lófaklappi.
c) Tillaga um Jósef Auðunn Friðriksson, Súlunni, sem formann kjörbréfanefndar og með honum Elsa Guðný Björgvinsson og Jóhann Arnarson. Samþykkt með lófaklappi. Kjörbréfanefnd tekur til starfa.
3. Skýrsla stjórnar
Gunnar Gunnarsson, formaður, kynnti skýrslu stjórnar fyrir síðastliðið starfsár. – sjá skýrslu
4. Skýrslur sérráða - kl. 11:40
a) Frjálsíþróttaráð: Elsa Guðný Björgvinsdóttir kynnti skýrsluna. – sjá skýrslu
b) Sundráð: Jóhann Valgeir Davíðsson kynnti skýrsluna (formann vantar fyrir ráðið). – sjá skýrslu
c) Knattspyrnuráð: Stefán Már Guðmundsson kynnti starf 2. flokks UÍA. - sjá skýrslu (sýnd á skjávarpa)
d) Glímuráð: Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra, kynnti skýrsluna fyrir hönd glímuráðs og Þóroddar Helgasonar - sjá skýrslu
e) Skíðaráð: Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra, kynnti skýrsluna fyrir hönd skíðaráðs – sjá skýrslu
5. Ársreikningur 2014 – kl. 12:15
Gunnlaugur Aðalbjarnarson kynnti reikninga UÍA. Hagnaður af rekstri sambandsins í fyrra var 1,9 milljón króna. Tekjur sambandsins voru nokkru meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Rekstrartekjur: 10.821.929
Rekstrargjöld: 9.300.004
Fjármunatekjur og gjöld: 388.736
Eignir samtals: 27.282.107
Skuldir: 15.315.984
6. Umræður um skýrslu stjórnar, sérráða og ársreikninga. – 12:20
Davíð, formaður Hattar, – gott samstarf – ánægður með heimsókn að sunnan ÍSÍ – hreyfivikan eflist, ánægður með það – hrósar frjálsíþróttaráði, virkt, stendur sig vel – samfélagslega skemmtilegt er Launafls og Bólholtsbikarinn – Unglingalandsmót 2017, hlakkar til.
Stefán Már Guðmundsson, formaður Þróttar – þakkar stjórn fyrir gott starf og góða skýrslu – tekur undir orð Davíðs um gott starf frjálsíþróttaráðs, sérstaklega þar sem aðstaðan er ekki góð og mikla vinnu þarf til að halda iðkendum inni og finna nýja
Skarphéðinn Smári, Hetti – þakkar Stefáni fyrir gott starf með 2. flokk – hefur áhyggjur yfir brottfall iðkenda í fótbolta – vill að UÍA veki meiri athygli á þessu brottfalli og skoði hvort hægt sé að gera eins og hafa 2. flokk kvenna
Stefán Már Guðmundsson, formaður Þróttar – ræddi um Sprett, að starfsmaður UÍA, láti vita af úthlutun, sérfélögin hafa ekki starfsmann - verkefni fyrir UÍA að halda málþing um brottfallið, gríðarlega dýrt fyrir iðkendur að stunda sína íþrótt vegna langra vegalengda, það er partur af brottfallinu
Elsa Guðný – þakkar fyrir hlý orð í garð frjálsíþróttaráðs – þakkar fyrir starfið í kringum 2. flokk – brottfall: stóra vandamálið, eykst með aldri iðkenda, reyna að senda iðkendur t.d. suður í þjálfun og prófa eitthvað nýtt til að viðhalda áhuga, það er tilgangurinn með úrvalshópnum – hrósar skýrslu stjórnar.
Gunnar Gunnarsson – þakkar þinggestum – beitt sér fyrir að skoða ferðakostnað – tekur ábendingum varðandi brottfall – tekur við ábendingum um Sprett, skv. Reglum sjóðsins er styrkurinn virkur í eitt ár, nú fer stjórn yfir ósótta styrki á tveggja ára fresti, ef ósótt þá aftur inn í sjóðinn
7. Ákvörðun um atkvæðisrétt mættra fulltrúa.
Formaður kjörbréfanefndar, Jósef Auðunn Friðriksson, gerir grein fyrir niðurstöðu nefndarinnar. 36 fulltrúar frá 21 félagi eru skráðir á kjörbréf. 34 eru mættir. (frá því þegar fundurinn hófst, en eru enn að berast)
Fulltrúar á kjörbréfum taldir upp með nafnakalli.
UMF Þristur: Bjarki Sigurðsson, Bergrún Þorsteinsdóttir, Hildur Bergsdóttir og Gunnar Gunnarsson
Hestamannafélagið Freyfaxi: Valdís Hermannsdóttir og Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson.
UMF Neisti: Lilja Dögg Björgvinsdóttir.
Skíðafélagið í Stafdal: Dagbjartur Jónsson
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs: Máni Jósefsson
UMF Súlan: Jóhanna G Halldórsdóttir og Jósef A. Friðriksson.
Íþróttafélagið Huginn Seyðisfirði: Jóhanna Pálsdóttir og Ragnhildur Billa Árnadóttir
UMF Einherji: Kristján Magnússon
UMF Valur: Bjarni Jóhannesson
UMF Ásinn: Elsa Guðný Björgvinsdóttir.
Skotfélagið Dreki: Hjálmar Gísli Rafnsson og Helgi Rafnsson.
Boltafélag Norðfjarðar: Roy Heorn
Hestamannafélagið Blær: Þórhalla Ágústsdóttir
Íþróttafélagið Höttur: Davíð Þór Sigurðsson, Skarphéðinn Smári Þórhallsson, Jóney Jónsdóttir, Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Óðinn Gunnar Óðinsson, Gauti Mári Guðnason, Cynthia Crawford.
Íþróttafélagið Þróttur: Stefán Már Guðmundsson, Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir, Guðrún Sólveig Sigurðardóttir.
Golfklúbbur Byggðaholts: Jóhann Arason.
UMF Austri: Jóhann Valgeir Davíðsson.
Skotfélag Austurlands: Sigurður Aðalsteinsson.
Skotmannafélag Djúpavogs: Skúli Benediktsson og Hörður Ingi Þórbjörnsson.
Brettafélag Fjarðabyggðar: Reynir Zoéga.
8. Skýrsla stjórnar og ársreikningar bornir undir atkvæði.
Reikningar voru samþykktir samhljóða.
Skýrsla stjórnar var samþykkt samhljóða
9. Vísan mála í nefndir – kl. 12:45
a) Formaður fjárhags- og laganefndar: Davíð Þór Sigurðsson
b) Formaður íþrótta- og fræðslunefndar: Þórhalla Ágústsdóttir
c) Formaður allsherjarnefndar: Bjarki Sigurðsson
Gunnlaugur Aðalbjarnarson kynnti tillögur 1 og 2 og vísaði til nefnda.
Gunnar Gunnarsson, formaður kynnti aðrar tillögur og vísaði til nefnda.
10. Veiting viðurkenninga – kl. 12:55
Gunnar Gunnarsson kynnir þá sem veitt er viðurkenning:
Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir og Hildur Bergsdóttir, veittu eftirtöldum starfsmerki UÍA.
Bjarki Sigurðsson, Þristi
Magnhildur Björnsdóttir, Þristi
Skúli Björnsson og Þórunn Hálfdánardóttir, Þristi
Gunnlaugur Aðalbjarnarson og Jóney Jónsdóttir, Hetti
Guðrún Sólveig Sigurðardóttir, Þrótti.
Fulltrúi UMFÍ; Björk Jakobsdóttir, veitti tvö starfsmerki. Þau hlutu Gunnlaugur Aðalbjarnarson og Sigurður Aðalsteinsson.
Fulltrúi ÍSÍ, Hafsteinn Pálsson, stjórnarmaður, veitti tvær heiðursviðurkenningar. Þær hlutu Óttar Ármannsson og Hafsteinn Pálsson.
11. Hádegisverður – kl. 13:07
Kjötsúpa á Hótel Hallormsstað.
12. Ávörp gesta kl. 13:55
a) Fulltrúi UMFÍ: Björg Jakobsdóttir, stjórnarmaður – góðar niðurstöður reikninga og góð skýrsla stjórnar UÍA – gott starf – stendur fyrir fjölbreyttum verkefnum – stefnumótun landsmóta – fyrsta vetrarlandsmót á Ísafirði í febrúar 2016 – ungmennaráðið virkt – þakkir fyrir sjálfboðaliðastarf allra sem að starfi ungmennafélaganna hefur komið – góðar óskir um framtíðina í starfinu
b) Fulltrúi ÍSÍ, Hafsteinn Pálsson, stjórnarmaður – kveðjur frá Reykjavík – fjallaði um aðstöðu og aðstöðuleysi ungmennafélaganna, að einhver sem hefur hjartað á réttum stað og vinnur að málefnum iðkendanna skiptir meira máli en aðstaðan að sögn hans – smáþjóðaleikarnir – nefnir alls konar verkefni sem styðja hreyfingu, svo sem Hjólað í skólann, allt eru þetta verkefni sem hafa gengið vel, fengið verðlaun frá Norðurlöndum – Annað stórt verkefni, eitt ár í Ólympíuleikana í Ríó, undirbúningur kominn á fullt – segir fjárhag UÍA traustan – hamingjuóskir til þeirra sem hlutu viðurkenningar
c) Fulltrúi Fljótsdalshéraðs, Óðinn Gunnar Óðinsson, í forföllum Björns Ingimarssonar, bæjarstjóra – gott og mikilvægt starf unnið í UÍA – starfið svo gróskumikið að bæjarfélagið hefur átt erfitt með að fylgja því eftir með t.d. aðstöðu – landsmótið 2017, byrjaðir að undirbúa það – þakkir til UÍA fyrir gott starf
d) Fulltrúi Fljótsdalshrepps, Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti. – í vor verður aflagt skólastarf í Hallormsstaðaskóla sem byggður var árið 1967 vegna nemendafæðar, gaf innsýn í skólastarfið með því að grípa niður í afmælisrit skólans þegar skólinn var 20 ára – þar sagði frá því að ekkert íþróttahús var við skólann en lá þó á teikniborðinu. Það rís síðan árið 1991. Las einnig um sýn skólastjórnenda, nemenda og kennara.
14. Nefndastarf hefst. – kl. 14:20
Gunnar Gunnarsson gerir grein fyrir fyrirkomulagi. Fjárhags- og laganefnd þar sem Dagur Sigurðsson er formaður. Nefndin fjallar um tillögur 1, 2, 3, 8, 11 og 13. Íþrótta- og fræðslunefnd þar sem Þórhalla Ágústsdóttir er formaður. Nefndin fjallar um tillögur 4, 5, 6, 7, 12 og 15 og Allsherjarnefnd þar sem Bjarki Sigurðsson er formaður. Nefnin fjallar um tillögur 9, 10, 14, 16, 17 og 18.
Þingfundafulltrúar velja sér nefnd til að starfa í. Eiga nefndir að skila af sér kl. 15.
15. Afgreiðsla mála úr nefndum
Tillaga nr. 1: Fjárhagsáætlun
Sjá fylgiskjal.
Fjárhags- og laganefnd leggur til eftirfarandi breytingu á fjárhagsáætlun:
500.000 kr verði veitt til starfs sérgreinaráðanna fimm (frjálsíþróttaráðs, sundráðs, glímuráðs, knattspyrnuráðs og skíðaráðs). Hvert ráð fái til ráðstöfunnar 100.000 kr í verkefni sín á árinu svo fremi sem ráðin séu starfshæf og virk.
Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða með breytingartillögu nefndarinnar.
Tillaga nr. 2: Breytingar á reglugerð um úthlutun lottótekna
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015 leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð um lottó.
Er:
2. gr. Skipting 40% tekna félaga
b) 40% skipt eftir fjölda skráðra iðkenda 16 ára og yngri. (Hver iðkandi telur einu sinni hjá hverju félagi)
Verði:
2. gr. Skipting 40% tekna félaga
b) 40% skipt eftir fjölda skráðra iðkenda 17 ára og yngri. (Hver iðkandi telur einu sinni hjá hverju félagi)
Er:
3. gr. Skilyrði fyrir úthlutun 40% tekna til félags
3. Félag sendi fulltrúa á sambandsþing.
Verði:
3. gr. Skilyrði fyrir úthlutun 40% tekna til félags
3. Félag sendi að lágmarki 1/3 hluta fulltrúafjölda síns á sambandsþing
Er:
4. gr. Um aðildargjöld félaga
Fast árlegt gjald er innheimt af hverju virku aðildarfélagi (2011 sé gjald 5.000 kr.) og árlega verði að auki innheimt kr. 100 á félagsmann.
Sé ekki tekjur á móti félagsgjöldum eru þau innheimt sérstaklega með greiðsluseðli.
Verði:
4. gr. Um aðildargjöld félaga
Árlega verði innheimtar 100 kr. á hvern félagsmann af hverju virki félagi.
Sé ekki tekjur á móti félagsgjöldum eru þau innheimt sérstaklega með greiðsluseðli
Samþykkt samhljóða.
Tillaga nr. 3: Ferðasjóður
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, fagnar breytingu á ferðasjóði íþróttafélaga í þá átt að ferðum þeirra félaga sem um lengstan veg eiga að fara sé gefið aukið vægi. Þingið minnir þó á að enn sé töluvert í land með að jafna aðstöðumun íþróttafélaga til keppni.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga nr. 4: Farandþjálfun
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, telur farandþjálfun sambandsins ómissandi hlekk í starfi þess og hvetur til þess að allra leiða verði leitað til að tryggja áframhald hennar.
Íþrótta- og fræðslunefnd leggur fram eftirfarandi breytingatillögu:
65. þing ÚÍA, haldið á Hallormsstað 11.apríl 2015, telur farandþjálfun sambandsins ómissandi hlekk í starfi þess og hvetur til þess að allra leiða verði leitað til að festa verkefnið í sessi og tryggja fjármögn þess.
Breytingartillagan samþykkt samhljóða, aðaltilaga felld samhljóða.
Tillaga nr. 5:unglingalandsmót 2017
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, fagnar þeirri ákvörðun stjórnar Ungmennafélags Íslands að fela UÍA að halda Unglingalandsmót á Egilsstöðum árið 2017. Þingið beinir því til stjórnar að hefja strax undirbúning mótsins í samvinnu við aðildarfélög og sveitarfélög til að það verði sem glæsilegast og fjórðungnum til sóma.
Samþykkt samhljóða
Tillaga nr. 6: Unglingalandsmót
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, hvetur aðildarfélög UÍA til að standa saman um
þátttöku á 17. Unglingalandsmóti UMFÍ á Akureyri 31. júlí-3. ágúst 2015.
Samþykkt samhljóða
Tillaga nr. 7: Landsmót 50+
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, hvetur stjórn UÍA til að vinna að því að Landsmót UMFÍ 50+ verði haldið á sambandssvæðinu á allra næstu árum. Þingið hvetur jafnframt
aðildarfélög UÍA til að sameinast um myndarlega sveit á fjórða Landsmót eldri ungmennafélaga
sem haldið verður á Blönduósi í sumar.
Samþykkt samhljóða
Tillaga nr. 8: Getraunir
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015 skorar á íþrótta-, ungmennafélags- og öryrkjahreyfinguna að standa vörð um lottó sem er hagsmunamál þessarra hreyfinga.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga nr. 9: Áfengisauglýsingar
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, beinir því til aðildarfélaga sinna að bera ekki
áfengisauglýsingar á búningum sínum né tengja nafn félaganna við áfengi.
Afgreiðslu tillögu frestað. Eftirfarandi breytingartillaga borin upp af Skarphéðni Smára Þórhallssyni
Breytingartillaga:
Tillaga nr. 9: Áfengisauglýsingar
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, beinir því til aðildarfélaga sinna að auglýsa ekki áfengi né tengja nafn félaganna við áfengi.
Breytingartillaga Samþykkt samhljóða, aðaltillaga felld samhljóða.
Tillaga nr. 10: Tóbaksnotkun
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015,skorar á aðildarfélög að leggjast gegn allri
tóbaksnotkun, þar með talið munntóbaks í öllu ungmenna- og íþróttastarfi og beiti sér fyrir aukinni forvarnarfræðslu um skaðsemi á notkun tóbaks.
Samþykkt samhljóða
Tillaga nr. 11 Stuðningur hins opinbera
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, hvetur Alþingi til að styðja héraðssambönd með
myndarlegum fjárframlögum, sambærilegum þeim sem sérsambönd innan ÍSÍ fá til eflingar á því
mikilvæga starfi sem þau standa fyrir.
Samþykkt samhljóða
Tillaga nr. 12. Sumarhátíð
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, hvetur aðildarfélög til að mæta fylktu liði á
Sumarhátíð UÍA á Egilsstöðum 10. - 12. júlí 2015.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga nr. 13: Fjárhagsstuðningur
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, samþykkir að fela stjórn UÍA að færa austfirskum sveitarfélögum þakkir fyrir stuðning við UÍA og íþrótta- og ungmennastarf í fjórðungnum á liðnum árum. Þingið hvetur sveitarfélögin til að styrkja stoðir íþróttalífs í fjórðungnum öllum og mynda einingu um starf UÍA sem héraðssambands allra Austfirðinga.
Samþykkt samhljóða
Tillaga nr. 14: Stefnur og siðareglur
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, felur stjórn UÍA að fá vottun sem
fyrirmyndarhéraðsamband ÍSÍ.
Samþykkt samhljóða
Tillaga nr. 15: Landsverkefni
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015,hvetur aðildarfélög til að taka á myndarlegan hátt þátt í landsverkefnum á vegum UMFÍ og ÍSÍ, til dæmis Hættu að hanga, komdu að synda, hjóla eða ganga, Ísland á iði, Lífshlaupinu, Fjölskyldan á fjallið, Kvennahlaupinu og Hjólað í vinnuna.
Íþrótta- og fræðslunefnd leggur fram breytingartillögu:
65.þing ÚIA, haldið á Hallormsstað 11.apríl 2015, hvetur aðildarfélög til að taka á myndalegan hátt þátt í landsverkefnum á vegum UMFÍ og ÍSI, til dæmis Hættu að ganga , komdu að synda, hjóla
Eða ganga , Ísland á iði, Lífshlaupinu, Fjölsskyldan á fjallið, Kvennahlaupinu, Hreyfivikunni og Hjólað í vinnuna.
Breytingartillaga samþykkt samhljóða, aðaltillaga felld samhljóða.
Tillaga nr. 16: Rödd Austurlands
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, hvetur aðildarfélög í samstarfi við stjórn UÍA til
að taka virkan þátt í þingum, fundum og öðru starfi landssambanda sem þau eiga aðild að til að
tryggja að rödd Austurlands heyrist hátt og skýrt.
Samþykkt samhljóða
Tillaga nr. 17: Merki UÍA
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015,hvetur aðildarfélög til að halda merki UÍA á lofti við viðburði á vegum aðildarfélaga UÍA.
Samþykkt samhljóða
Tillaga nr. 18: Skipulag funda og leikja á landsvísu
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, skorar á sérsambönd, ÍSÍ og UMFÍ að skipuleggja fundi og viðburði á sínum vegum þannig að tekið sé ríkt tillit til hagsmuna aðila af landsbyggðinni sem þurfa eða vilja sækja þá. Þá skorar þingið á sömu aðila að tryggja að kappleikir og mót séu tímasettir þannig að fórnar- og ferðakostnaður verði sem minnstur.
Allherjarnefnd leggur til eftirfarandi breytingartillögu:
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, skorar á sérsambönd, ÍSÍ og UMFÍ að skipuleggja fundi og viðburði á sínum vegum þannig að tekið sé ríkt tillit til hagsmuna aðila af landsbyggðinni sem þurfa eða vilja sækja þá. Þá skorar þingið á sömu aðila að tryggja að kappleikir og mót séu tímasettir og upplýsingar veittar um þau mót tímanlega þannig að fórnar- og ferðakostnaður verði sem minnstur.
Breytingartillaga samþykkt samhljóða, aðaltillaga felld samhljóða.
Tillaga nr .19 Brottfall ungs fólks úr íþróttum
Íþrótta- og fræðslunefnd leggur fram viðbótartillögu:
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015, felur stjórn ÚÍA að standa fyrir fundaherferð og málþingi með aðildafélögum ÚÍA og skólum á svæðinu um brottfalli ungs fólks úr íþróttum.
Samþykkt samhljóða
Fjárhags- og laganefnd leggur fram eftirfarandi viðbótartillögu:
Tillaga nr. 20: Gjaldtaka sérsambanda
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11. apríl 2015 hvetur ÍSÍ til að banna sérsamböndum að gjaldfæra félög inann sérsambanda eftir skráningu iðkenda 17 ára og yngri í Felix.
Greinagerð: Með því er hvatt til þess að Felix sé eins réttur og kostur er og að félög séu ekki að draga úr iðkendafjölda. Aðildarfélög UÍA telja sig ekki vera að fá þjónustu í samræmi við gjöldin sem þau greiða til sérsambanda.
Stuttar umræður urðu um tillöguna og var tillögunni fagnað. Samþykkt samhljóða.
Allsherjarnefnd leggur fram eftirfarandi viðbótartillögu:
Tillaga nr. 21: Samræmi upplýsingagjafar á veraldarvefnum
65. þing UÍA, haldið á Hallormsstað 11.apríl 2015 hvetur aðildarfélög og sérsambönd ÍSÍ og UMFÍ til að samræma upplýsingagjöf á samskipta- og upplýsingamiðlum sínum á netinu til að upplýsingar séu aðgengilegar og auðfinnanlegar fyrir félagsmenn.
Samþykkt samhljóða
16. Kosningar
a) Formaður: Gunnar Gunnarsson gefur kost á sér. Ekki kom fram mótframboð og Gunnar klappaður upp til áframhaldandi formennsku
b) Fjórir menn í aðalstjórn: Jósef Auðunn Friðriksson gefur kost á sér áfram. Auk hans eru í framboði: Pálína Margeirsdóttir, Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Reynir Zoëga. Ekki komu fram aðrar tillögur og þeir sem eru í framboði klappaðir upp
Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir og Guðrún Sólveig Sigurðardóttir ganga úr stjórn.
c) Þrír menn í varastjórn: Sóley Dögg Birgisdóttir gefur kost á sér áfram. Auk hennar eru í framboði Auður Vala Gunnarsdóttir og Hlöðver Hlöðversson. Klappaðir upp
Ásdís Helga Bjarnadóttir og Böðvar Bjarnason hafa óskað eftir að hætta.
d) Skoðunarmenn reikninga: Sigurbjört Hjaltadóttir og Sigurjón Bjarnason gefa kost á sér sem aðalskoðunarmenn, Margrét Vera Knútsdóttir og Gunnar Jónsson til vara.Klappaði upp
17. Önnur mál
a) Fundarstaður næsta þings: Magnús Már Þorvaldsson, Einherja á Vopnafirði
b) Sumarstarfið: Hildur Bergsdóttir framkvæmdastýra
c) Innganga nýrra aðildarfélaga: Gunnar Gunnarsson formaður lagði til að Brettafélag Fjarðabyggðar og Skotmannafélag Djúpavogs yrðu staðfest sem ný aðildarfélög UÍA. Bæði félögin samþykkt sem aðildarfélög
d) Mathákur og kjaftaskur þingsins heiðraðir: Mathákur þingsins var valinn Roy Hoyrn Boltafélagi Norðfjarðar og kjaftaskur þingsins var valinn Stefán Már Guðmundsson Þrótti.
e) Annað Gunnlaugur tók til máls og þakkaði fyrir sig og óskaði nýrri stjórn velfarnaðar. Þakkaði UÍA fyrir störf sín.
Gunnar Gunnarsson sagði frá að til hefði staðið að veita viðurkenningu fyrir íþróttamann ÚÍA fyrir 2014 en þar sem hún gat ekki mætt verðir það að bíða betri tíma. En titilinn hlýtur Eva Dögg Jóhannsdóttir glímukona úr Val. Hún hlaut einnig titilinn í fyrra.
17:00 Þingslit