Fundargerð 20150528
Stjórnarfundur 28. maí 2015 kl 17:30, haldinn á skrifstofu UÍA. Mættir: Gunnar Gunnarsson, Reynir, Jósef, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Hildur Bergsdóttir framkvæmdastýra og Vigdís Diljá Óskarsdóttir sumarstarfsmaður.
1. Innsend erindi
Hildur kynnti tvö erindi sem borist hafa frá UMFÍ þar sem annarsvegar er óskað eftir umsóknum um að halda 7. landsmót UMFÍ 50+ árið 2017 og hins vegar um að halda 21. unglingalandsmót UMFÍ 2018.
UÍA sækir ekki um að halda 7. landsmót UMFÍ 50+ árið 2017 þar sem sambandið heldur unglingalandsmót UMFÍ það ár.
2. Stjórn skiptir með sér verkum
Formaður lagði til að Elsa Guðný tæki að sér stöðu ritara og Jósef stöðu gjaldkera. Samþykkt samhljóða.
3. Formaður kynnir starf UÍA
Formaður fór yfir starfsemi sambandsins undanfarin ár og verkefni framundan.
4. Sumarstarfsmaður kynntur
Vigdís Diljá Óskarsdóttir, sumarstarfsmaður á skrifstofu kynnt til leiks.
5. Skýrsla skrifstofu:
Hildur flutti skýrslu skrifstofu.
Undirbúningsnefnd 50+: Gengur illa að manna nefnd, búið að hafa samband við æði marga en fáir geta gefið kost á sér í verkefnið, en markmið þess er að efla tengsl UÍA við eldri ungmennafélaga og hvetja þá til þátttöku í landsmóti 50+ og fleiri verkefnum. Sigurður Aðalsteinsson hefur gefið kost á sér (Berglind á Fáskrúðsfirði og Jónas eru til í að leggja þessu lið eftir föngum en verða lítið á svæðinu fram að móti).
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ: Undirbúningur kominn af stað. Búið að fá Nýung sem gististað.
Farandþjálfun: Allt að vera klárt og rúnturinn svona:
Mánudagar:
Neisti Djúpavogi
11:00-11:40, 10 ára og yngri
11:40-12:40, 11 ára og eldri
Þriðjudagar:
Súlan Stöðvarfirði
10:00-11:30, allur aldur saman til kl 11:00, þá fara 10 ára og yngri heim en eldri halda áfram.
Leiknir Fáskrúðsfirði
12:30-14:00 allur aldur saman til kl 13:30, þá fara 10 ára og yngri heim en eldri halda áfram.
Miðvikudagar:
Þróttur Neskaupstað
10:00-11:00, 10 ára og yngri
11:00-12:00 11 ára og eldri
Valur Reyðarfirði
13:00-14:00, 10 ára og yngri
14:00-15:00, 11 ára og eldri
Fimmtudagar:
Einherji, Vopnafirði
10:00-11:00 10 ára og yngri
11-12:30 11 ára og eldri
Föstudagar:
Þróttur Neskaupstað
10:00-11:00, 10 ára og yngri
11:00-12:00 11 ára og eldri
Leiknir Fáskrúðsfirði
13:15- 14:30 allur aldur saman til kl 14:00, þá fara 10 ára og yngri heim en eldri halda áfram.
Vigdís Diljá tekur einn hring og kynnir fimleika til þeirra sem áhuga hafa og Haraldur Gústafsson annan með bogfimikynningu. BVA búið að gefa vilyrði fyrir bíl en aðrir styrkir hafa ekki fengist. Eigum 50.000 kr ringókynningarstyrk sem mun nýtast í verkefnið, og útistandi er umsókn í verkefnasjóð UMFÍ.
Sumarhátíð: Ýmsar nýjungar í boði samhliða rótgrónum greinum. Fáum inn Crossfit kynningu og mót, Bogfimi kynningu og mót, auk þess sem keppt verður í körfuboltaþrautum, ljóðaupplestri, þá er líka stefnt á samstarf við félag eldri borgara um eldri borgara íþróttir á föstudegi. Viðræður við Sláturhús um afþreyingardagskrá og við Fljótsdalshérað um möguleikann á frisbigolfkynningu og keppni ef aðstaða verður klár.
Gengur vel að fá styrki.
Sprettur Afrekssjóður: 32 umsóknir, úthlutnarnefnd hittist aðra vikuna í júní, stefnt að úthlutun á Sumarhátíð.
Vertu UÍA hreindýr á stormandi ferð/ Sprettur sprettir úr spori!
Tökudagur á Norðfirði á þriðjudag, Blær, blakdeild Þróttar og Kayjakklúbburinn heimsóttir. Gaman og gekk vel.
Álkarlinn: Þríþrautakeppni sem samanstendur af Urriðavatnssundi, Tour de Orminum og Barðsneshlaupinu. Undirbúningur og viðræður við keppnishaldara farnar af stað. Stefnt á slíka keppni sumarið 2106. Alcoa hefur gefið vilyrði fyrir 500.000 kr styrk í verkefni í ár og mögulega smærri styrki næstu tvö ár.
Tour de Ormur: Góður fundur með lögreglu um öryggismál, undirbúningur í fullum gangi. Spennandi hliðarviðburðir í smíðum.
Hjólaormar á Héraði: Farnir af stað og góð stemming. Í athugun að fá hjólafærni námskeið og hjólakynningu í samvinnu við Örninn og Jötunvélar
Launaflsbikarinn: 8 lið skráð.
Æfingabúðir í frjálsum: Þráinn Hafsteinsson og Þórdís Gísladóttir koma austur 19.-21. júní með æfingar fyrir 13 ára og eldri.
Þriðji flokkur karla í knattspyrnu: Ósk barst um að fá að skrá sameiginlegt lið undir merkjum UÍA til keppni í þriðja flokki Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Erindið samþykkt og liðið hefur hafið keppni.
7. Fjármál
Prókúra: Meirihluti stjórnar undirritaði prókúru fyrir sumarstarfsmann.
Endurnýjun búnaðar: Keyptur hefur verið farsími fyrir framkvæmdastýru.
Launakjör framkvæmdastýru: Gjaldkera og formanni falið að fara yfir og endurskoða launa- og starfskjör framkvæmdastýru.
8. Önnur mál
Heimsókn frá Rannís: Hildur sagði frá heimsókn Andrésar Péturssonar frá Rannís en hann kynnti Evrópustyrki.
Fundur með tómstundafulltrúa Fljótsdalshéraðs: Hildur sagði frá fundi starfsmanna skrifstofu með Öddu Steinu Haraldsdóttur, tómstundafulltrúa Fljótsdalshéraðs þar sem rætt var um mögulegt samstarf við ungmennaráð Fljótsdalshéraðs.
Smáþjóðaleikar: Gunnar og Hildur ætla að vera viðstödd setningarhátíð Smáþjóðaleikanna sem fram fara í Reykjavík 1.-6. júní. Þá munu þau einnig vinna sem sjálfboðaliðar á leikunum.
Næsti fundur: Stefnt á að halda næsta fund mánudaginn 15. júní kl. 17:30 á Egilsstöðum.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:47.
Fundargerð ritaði Elsa Guðný Björgvinsdóttir