Fundargerð 20150217

Stjórarfundur UÍA 17. febrúar 2015, kl 17:30 haldinn á Reyðarfirði.
Mættir: Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Hildur Bergsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir og Guðrún Sólveig Sigurðardóttir (í símanum :) )
1. Síðasta fundargerð, leiðrétt samkv. athugasemd frá formanni.
Samþykkt.

2. Innsend erindi:
Erindi frá UMFÍ dagsett 16. febrúar. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ
Þar kemur fram að þeir sem hafi áhuga á að halda hann gefi síg í ljós. Hildur lætur vita að við höfum áfram áhuga á að vera með.
Erindi frá ÍSÍ dagsett 9. febrúar 2015.Fulltrúafjöldi á ÍSÍ þingi 17.-18. apríl. UÍA á tvo þingfulltrúa.
Óskað eftir framboðum til stjórnar. GG ætlar að fara vill gjarnan hafa einhvern með sér.
Erindi frá UMFÍ dagsett 5. febrúar 2015. Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri lætur af störfum.
Erindi frá ÍSÍ dagsett 9. febrúar 2015. Lífshlaupið er hafið-skráðu þig til leiks.
Hófst fyrir ca 2 vikum.
Erindi frá SportTV, barst 19. janúar 2015. Óskað eftir samstarfi.
Skoðað samstarf sérsambanda við Sport TV, þau hafa verið að senda töluvert af íþróttakappleikjum. Er í ferli.

3. Skýrsla framkvæmdastýru

Frjálsíþróttaráð fundaði með þjálfurum úrvalshóps 4. feb. Mynduð ágæt samstaða um hópinn.
Kynningardagur á frjálsum íþróttum 8. mars á Reyðarfirði, úrvalshópur UÍA aðstoðar við þjálfun.
Úrvalshópurinn verður þar með í að þjálfa.

Sundsráð erindi frá SSÍ landsliðsþjálfari og stjórnarmaður væntanlegir austur með æfingabúðir, og ýmsar leiðbeiningar 14. mars.
Æfingar fyrir krakkana og þjálfarana auk upplýsinga fyrir foreldra, + dómaranámskeið.

Ást gegn hatri, fyrir liggja umsóknir um stykri í Æskulýðssjóð og samfélagssjóð Landsvirkjunnar.

KSÍ þing um síðustu helgi, góð mæting héðan fullt hús fulltrúa 10 stk. Jöfnun á ferðakostnaði samþykkt á þinginu.
Ánægjulegt

Komdu þínu á framfæri undibúningu í gangi. Gaman væri að sjá stjórnarmenn og konur á þingunum. 25. febrúar í Fjarðabyggð og 26. febrúar á Héraði.

Fundur framkvæmdastjóra innan UMFÍ, fín ferð margt fróðlegt. Áhugavert erindi dr Viðars um áherlsur á siðferðis- og félagsþroska í íþróttaþjálfun. Gaman væri að fá slíkt erindi inn á þjálfaradag sem fyrirhugaður er í haust.

Við erum öll fyrirmyndir Álskilti sem minna fullorðið fólk á að haga sér eins og fullorðið fólk á íþróttakappleikjum barna og unglinga. UMFÍ gefur skiltin og UÍA með 20 stk sem ber að festa upp í og við íþróttamannvirki.

Tour de Ormurinn gengur treglega að fá stóran styktaraðila, nú verið að óska eftir minni bakhjörlum og það gengur betur. Opnað hefur verið f skráningar. Verið að vinna að hliðarviðburðum og flottri dagskrá fyrir hjólafólk.

Sprettur the movie, vonandi hefjast tökur í vikunni.
Fundur með formönnum íþróttafélaganna og sveitastjórnarmönnum í deiglunni.


4. Fjármál
Farið var yfir stöðu á uppgjörinu, næstu skref eru að gjaldkeri og framkvæmdarstýra rýni í reikningana. Reiknað með að koma með reikninga á næsta fund til að skýra stjórn frá.

5. Tillögur fyrir þing UÍA
Tillögupakkinn okkar og UMFÍ

6. Fyrirmyndarhéraðssambönd
Formaður og framkvæmdarstýra taka að sér að vinna siðareglur fyrir UÍA, það væri þá fyrsta skrefið í að vinna undirbúningsvinnu varðandi það að ávinna sér að það að UÍA verði Fyrirmyndahéraðssamband

7. Stjórnarskipan
Það lítur þannig út að það gætu orðið ansi miklar mannabreytingar í stjórninni með vorinu. Farið var yfir nokkrar hugmyndir.

8. Önnur mál
Þurfum að taka upp Sprettssamninginn (GG)

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ