Fundargerð 20150615

Fundur í stjórn UÍA, 15. 6. 2015 kl. 18:00.
Haldin á skrifstofu UÍA á Egilsstöðum.

Mættir: Gunnar Gunnarsson, Jósef Auðunn Friðriksson, Reyni Zöega, Hlöðver Hlöðversson, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra og Vigdís Diljá Óskarsdóttir sumarstarfsmaður.

1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð síðasta fundar lesin upp og hún rædd.

Fundargerð samþykkt án athugasemda.


2. Innsend erindi.

Ungmennavika NSU í Danmörku,
UÍA leitar nú að leiðtogum framtíðarinnar á aldrinum 15-20 til að fara fyrir hönd sambandsins. Yfirskrift vikunnar er Norden redder Jorden Paly 4 the planet. Fjallað verður um náttúruna okkar, loftslag á norðurlöndum í bland við ævintýri og leiðtogahæfileka ungs fólks á Norðurlöndum. Þátttakendur fá tækifæri til að reyna sig í ýmsum aðstæðum s.s kajak ferð, klifri og sofa úti í náttúrunni.


3. Skýrsla skrifstofu

Álkarl
Viljum ekki byrja að auglýsa fyrr en verður komið Logo. Perla Sigurðardóttir, ný útskrifaður grafískur hönnuður frá Jökuldal sér um hönnun logosins en það er væntanlegt seinnipartinn á morgun.
Leitað hefur verið til Garðars Eyjólfssonar um hönnun á verðlaunagrip.

Skrifstofu falið að vinna málið áfram.

Launaflsbikarinn
Í siðustu viku var fundað með tengiliðum allra liða nema Einherja sem gleymdu fundinum. Þar var reglum lítillega breytt, leikjum raðað niður og farið yfir helstu mál. Fyrsta umferð LaunAflsbikarsins fór fram um helgina og gekk vel. Leikskýrslur byrjaðar að berast skrifsofu.

Sumarhátíðin
Lítur vel út, styrkir komnir fyrir öllum dagskráliðum. Fundað var með formanni eldriborgara í síðustu viku og þeirra aðkoma skipulögð. Dagskráin lýtur svona út í augnablikinu:

Föstudagur

Eldriborgarar plan 2 (betra veður – lengri tími)
15:00-16:00
• Pútt í pósthúsgarðinum
16:00-17:30
• Sundleikfimi til að byrja sundmótið

Sundmót Eskju
17:00
• skoða að hafa rennibrautakeppni í gangi á meðan sundmótinu stendur.
• Sund diskó eftir mót?

Borðtennismót
Kl 18:00
• Arnar Sigbjörns er til og Fúsi Gutt líka - ef hann verður á svæðinu.

Ljóðalestur
Kl 20:00
• Fullorðinsflokkur 16+ Barna og unglingaflokkur >16
• Fyrri umf. Bundin ljóð Seinni umf. Óbundin ljóð


Laugardagur

Sundmót Eskju
9:00

Crossfit mót – fyrra wod
10:30
• To do: Búa til wod og auglýsa
• Spons komið frá Heilsueflingu, Wod og Arion.
• mótsstjóri Karítas Hvönn


Street Ball Körfubolti á Villapark
11:30
• Mótsstjóri: Eysteinn Bjarni Ævarsson

Frjálsar íþróttir – Nettó
12:30
• To do: Tímaseðill

Crossfit mót – seinna Wod
kl?? skoða tímaseðil

Úthlutun úr Spretti
17:00
• Grillveisla
o Alcoa til í spons
• Frisbí golf?
o To do: redda sponsi
• Fáránleikar
o To do: búa til íþróttir


Sunnudagur

Frjálsar íþróttir – Nettó
Kl: 9:30

Bogfimi kynning og mót
Kl: Skoða tímaseðil þegar tilbúinn.

(Knattþrautir inní frjálsum?? eða bara á Sprettsleikunum?)

Boccia á Villapark
Kl 14:00
• Komið 30.000 króna spons frá héraðsprent

Hugmynd: Graffiti, hjólabretta, DJ smiðja. Yrði kvölddagskrá og kannski sýning á úthlutuninni,

Rætt um þátttökugjöld og hvort hækka ætti þau í samræmi við fjölbreyttari dagskrá. Ekki vilji hjá stjórninni til að hækka þátttökugjöldin ef hátíðin stendur undir sér með óbreyttum gjöldum. Skrifstofu falið að gera fjárhagsáætlun fyrir hátíðina og senda á stjórn til að taka megi endanlega ákvörðun um þátttökugjöld.

Frjálsíþróttaskóli
Skráning ekki alveg nógu góð, fáir krakkar miðað við metnaðarfulla dagskrá. Búið að ráða matráð, sú sama og í fyrra og árin þar áður. Við gistum í Nýung. Auk frjálsra íþrótta verður boðið uppá frisbí golf, fimleika, ringó, hláturyoga, hressileika, hesta- og bátsferð, leiklist, bogfimi og skylmingar auk þess sem krakkarnir sitja næringarfræðifyrirlestur hjá Íþrótta og heilsufræðingi.

Farandþjálfun
Fer ágætlega af stað þrátt fyrir kulda. Fengum bílsstyrk frá BVA eins og síðastliðin ár. Verðum með Bogfimi líka og fimleika þetta árið. Hefur aldrei verið jafn mikil þjálfun og þetta ár.

Sprettur Sporlangi – THE MOVIE
Vídeo verkefni í samvinnu við UMFÍ þar sem Sprettur Sporlangi, Lukkuhreindýr UÍA, heimsækir öll aðildarfélögin og prófar þær íþróttir sem undir UÍA heyra. Með honum í för er kvikmyndatökulið sem festir á filmu ævintýrinn sem hann lendir í og við birtum svo á Facebook og YouTube. Þetta er kynningarefni fyrir UÍA og aðildarfélögin sem fær svo að rúlla í kringum ULM ’17. Síðast heimsótti Sprettur Þristinn á kaffihúsaskákmót. Efnisvinnsla og klippingar eru nú í höndum Arons Steins Halldórssonar, upprenanndi kvikmyndagerðarmanns.

Sundráð UÍA
Allir þeir sem standa að sundstarfi á Austurlandi voru boðaðir á fund í byrjun mánaðarins. Á hann mættu 3 frá Hetti og einn frá Austra. Þar voru ýmis sundmál rædd, þ.a.m mótaforrit sem reynst hefur þungt í notkun, dómaraekla á austurlandi og svo meistaramót UÍA. Venjan er að halda það hvert vor, til skiptis á Norðf. og Eskif. en þetta ár var það ekki haldið (sökum áhugaleysis). Fundarmenn vildu þó halda mót sem við settum á dags. 21. júní. Enginn af þeim sem að sundstarfi standa á Austurlandi hafði samband eftir að mótið var auglýst. Í dag var hringt út og staða tekin á liðinu – hún var ekki góð og mótið blásið af.

Tour de Ormurinn
Hefur pínulítið lent undir í öllum þeim hasar sem hin verkefnin hafa verið en þar er næsta mál á dagskrá að full-klára heimasíðuna svo hægt sé að setja hana í loftið sem auglýsingu. Lögð hefur verið áhersla á að auglýsa keppnina með gjafabréfum t.d. í útsvari og hjólreiðakeppnum annarsstaðar.

Sprettur Afrekssjóður
Fundur ný afstaðinn. Úthlutun verður á sumarhátíð – vonandi yfir grilli og fáránleikum í Tjarnagarðinum.

Hjólum saman
Jötunnvélar í samstarfi við UÍA standa fyrir hjólaviðburði 30. júní nk. þar sem hjólað verður frá Jötunnvélum einhvern hring og svo þangað aftur og grillað.

Æfingabúðir í frjálsum
Þráinn og Þórdís sem ætluðu að koma og þjálfa í æfingabúðum á vegum frjálsíþróttadeildar Hattar boðuðu forföll og hefur búðunum nú verið frestað aftur.


4. Umsóknir í afrekssjóð


a. Frá Ólafi Braga Jónssyni. Sækir um 85. 000 krónur vegna þátttöku á heimsmeistaramótinu í torfæru í Noregi.
Ákveðið að styrkja Ólaf um 85.000 krónur.

b. Eysteinn Bjarni Ævarsson 
sækir um 250.000 krónur vegna þátttöku í U-20 landsliðinu í körfuknattleik sem tók þátt í Norðurlandamóti í Finnlandi.

Ákveðið að styrkja Eystein um 80.000 krónur.

5. Önnur mál

Smáþjóðaleikar
Gunnar og Hildur segja frá sinni upplifun sem sjálfboðaliðar á smáþjóðaleikunum.

Nýting UÍA á húsnæði sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs.
Í kjölfar viðræðna UÍA og Fljótsdalshéraðs um nýtingu UÍA á húsnæði sveitarfélagsins er skrifstofu falið að semja um framtíðarnýtingu UÍA.

Knattspyrnulið UÍA í þriðja flokki
Gerðu góða ferð Reykjavíkur þar sem þeir spiluðu tvo leiki á Íslandsmótinu í fótbolta.

Landsmót UMFÍ 50plús.
Fimm keppendur frá UÍA skráðir á Landsmóti 50plús

Ungmennaráð UMFÍ
Vigdís sagði frá starfi ungmennaráðs UMFÍ sem hún situr í og frá lokaskýrslu ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:10

Fundargerð ritaði Elsa Guðný Björgvinsdóttir.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ