Höttur meistari í Malarvinnslubikarnum

<p><font face="Times New Roman" color="#000000" size="3">Höttur sigraði BN´96 í blíðskapar veðri á Fáskrúðsfirði í kvöld í úrslitaleik Malarvinnslubikarkeppninar.</font></p>

<img style="WIDTH: 512px; HEIGHT: 371px" height="371" hspace="0" src="/images/stories/mb.jpg" width="512" border="0" /><p>Höttur sigraði með 4 mörkum gegn 1 í bráðskemtilegum leik.  Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Hetti.  Markvörður Hattar, Halldór Skarphéðinsson, var vikið af velli snemma í seinni hálfleik fyrir að brjóta á leikmanna BN og spiluðu Hattarmenn því einum færri það sem eftir lifði leiks.  BN jafnaði fljótlega eftir það og var leikurinn jafn og spennandi og fengu bæði lið tækifæri til að komast yfir.  Hattarmenn voru stekari á lokasprettinum og skoruðu þrjú mörk með stuttu millibili. Mörk Hattar skoruðu þeir Goradz Mikailov, Björgvin Karl Gunnarsson, Hafþór Atli Rúnarsson og Ívar Karl Hafliðason en mark BN skoraði Ingi Steinn Freysteinsson.  UÍA óskar Hattarmönnum til hamingju með titilinn.</p>

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok