Síðasta umferð í Malarvinnslubikarnum
Tíunda og síðasta umferð í Malarvinnslubikarnum fer fram um helgina.
Bn´96 hefur nú þegar unnið B-riðilin og þ.a.l. rétt til að spila undanúrslitaleikinn á sínum heimavelli og sama má segja um Hött sem sigraði A-riðil. Bn´96 mun taka á móti UMFB á Aggavöggu, sem er gervigrasvöllurinn á Norðfirði en óvíst er enn hvaða andstæðingar spila á móti Hetti. Eins og staðan er núna eru það HRV sem eru í öðru sæti B-riðils en tapi þeir leik sínum á móti Súlunni gætu Eskfirðingarnir tekið sæti þeirra vinni þeir 06.apríl. Það er því mikil spenna framundan í Malarvinnslubikarnum og má geta þess að úrslitaleikurinn verður spilaður á Eiðum 19.ágúst klukkan 14:00.