Malarvinnslubikarinn hálfnaður
Um síðustu helgi og nú í vikunni klárast fyrri umferð Malarvinnslubikarsins.
Í B-riðli er búið að spila 5 leiki og allt í járnum og virðist vera sem svo að allir geti unnið alla. HRV-FC eru þó á toppi riðilsins með níu stig og eiga leik til góða. Í A-riðli er keppni að fara af stað aftur í kvöld eftir að sá riðill fór í uppnám eftir úrsögn Einherja úr keppninni, en leikur Hattar og UMFB verður spilaður á Eiðum í kvöld. Með sigri Hattarmanna í kvöld koma þeir sér í vænlega stöðu á toppnum, en þeir tróna þar nú með 6 stig, en sigri UMFB taka þeir toppsætið af Hattarmönnum. Það er ljóst að framundan er mikil spenna í báðum riðlum og allt lagt í sölurnar til að komast í úrslitakeppni Malarvinnslubikarsins. Stöðuna í riðlunum má finna hér á síðunni.