Sjókajakmót á Norðfirði um hvítasunnuhelgina

 

Kajakklúbburinn Kaj stendur fyrir sínu árlega sjókajakmóti sem kennt er við Egil Rauða um hvítasunnuhelgina. Í boði á mótinum, sem er bæði fyrir byrjendur sem lengra komna, verða ýmis kajaknámskeið, æfingar í sjó og sundlaug, róðrarferðir, fyrirlestrar, sprettróður, veltukeppni og reipafimi.

 

 

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

 

9.6 Fimmtudagur

Félagsaðstaða og bátageymslur í fjörunni neðan Norðfjarðarkirkju verður opin þeim sem mæta snemma á svæðið.

 

10.6 Föstudagur

15-18 Nýliðadagur – Opið hús, tekið á móti nýliðum, kynning farið yfir dagskrá helgarinnar. Farið á kajak, bátar og búnaður á staðnum..

19-00 Grill og fyrirlestur

Grillað í fjörunni við félagsaðstöðu KAJ. Eftir grill verður myndasýning frá ferðum félagsmanna

 

11.6 Laugardagur

8-9:30 Morgunverður og skipulag helgarinnar í Kirkjufjöru

9-12 Sundlaug - "veltur og æfingar" í Norðfjarðarlaug.

9-12 "veltur og björgunaræfingar"

13-14 Fyrirlestur – "Ofkæling" Leiðbeinandi Óskar og Helga

15 Sprettróður Veltukeppni Liðakeppni, 2bátar, 2menn

Hér er á ferðinni viðburður sem gaman er að fylgjast með.

Sprettróðrarkeppnin veitir stig til Íslandsmeistaratitils. Keppt er í kvenna, karlaflokki og unglingaflokki. Krýndur verður veltumeistari Egils Rauða og reipafimimeistari.

19 Grillað í fjörunni

21 Kvöldvaka, verðlaunaafhending og fyrirlestur

 

12.6 Sunnudagur

8-9:30 Morgunverður félagsaðstöðu KAJ og farið yfir skipulag dagsins

9-12 Sundlaug - "veltur og æfingar" í Norðfjarðarlaug

9-12 Áratök

13:30 Róðraferð Nípa – Horn – Sandvík – Vöðlavík - Vattarnes

Skipt niður í hópa eftir mætingu og getu undir ábyrgð félaga í Kaj. Ferð ræðst eftir veðri og þátttöku.

Styttri ferð – Lengri ferð með gistingu

Tvær ferðar í boði, styttri og lengri ferð. Stefnt er á að styttri ferðin sé út í Nípu, en lengri leiðin er stefnt á næturgistingu í Sandvík. ATH að lengri ferðin er fyrir lengra komna.

 

13.6 Mánudagur

8:00 ræs í Sandvík

Róið fyrir Gerpi, austasta odda Íslands

Vöðlavík – Landsendi

Áætluð lending Vattarnes Reyðarfirði

Félagsaðstaða á Norðfirði stendur opin fyrir ræðara sem kjósa að nýta sér hana.

 

Mótssvæðið er í Kirkjufjöru Norðfirði og þar hefjast allir viðburðir.

Upplýsingar og skráning: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., www.123.is/kaj, einnig umræður á korkinum hjá www.kayakklubburinn.is

Leiðbeinendur mótsins verða félagsmenn KAJ.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ