Malarvinnslubikarinn af stað
Það voru hvorki fleiri né færri en 15 mörk skoruð í tveimur fyrstu leikjunum í Malarvinnslubikarnum í gær.
Í A-riðli tóku Þristarmenn á móti UMFB á Eiðavelli í blíðskapar veðri. Janft var í hálfleik 2-2 en í seinni hálfleik skoruðu Borgfirðingar 3 gegn 1 þeirra Þristamanna og endaði leikurinn 3-5 fyrir UMFB. Í B-riðli áttust við Knattspyrnufélag Eskifjarðar og Dýnamó frá Höfn. Leikurinn var spilaður á Stöðvarfirði því aðstæður til knattspyrnuiðkunar fyrir KE er ekki til staðar í augnablikinu í þeirra byggðarlagi. Þetta var heimaleikur KE og sýndu þeir enga gestrisni og unnu öruggan sigur 5-2. Þremur leikjum var frestað í fyrstu umferð en í A-riðli áttu Höttur-B og Einherji að spila á Eiðavelli en þeim leik var frestað til miðvikudags. Í B-riðli munu BN´96 spila við Súluna á miðvikudag klukkan 20:00 og HRV og 06.apríl munu eigast við á Reyðarfirði á þriðjudag klukkan 20:00. Úrslit og markaskorara má sjá með því að smella á "Malarvinnslubikarinn, úrslit og tölfræði."