Malarvinnslubikarinn af stað

Það voru hvorki fleiri né færri en 15 mörk skoruð í tveimur fyrstu leikjunum í Malarvinnslubikarnum í gær.

Í A-riðli tóku Þristarmenn á móti UMFB á Eiðavelli í blíðskapar veðri. Janft var í hálfleik 2-2 en í seinni hálfleik skoruðu Borgfirðingar 3 gegn 1 þeirra Þristamanna og endaði leikurinn 3-5 fyrir UMFB. Í B-riðli áttust við Knattspyrnufélag Eskifjarðar og Dýnamó frá Höfn. Leikurinn var spilaður á Stöðvarfirði því aðstæður til knattspyrnuiðkunar fyrir KE er ekki til staðar í augnablikinu í þeirra byggðarlagi. Þetta var heimaleikur KE og sýndu þeir enga gestrisni og unnu öruggan sigur 5-2. Þremur leikjum var frestað í fyrstu umferð en í A-riðli áttu Höttur-B og Einherji að spila á Eiðavelli en þeim leik var frestað til miðvikudags. Í B-riðli munu BN´96 spila við Súluna á miðvikudag klukkan 20:00 og HRV og 06.apríl munu eigast við á Reyðarfirði á þriðjudag klukkan 20:00. Úrslit og markaskorara má sjá með því að smella á "Malarvinnslubikarinn, úrslit og tölfræði."

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok