Reglur Malarvinnslubikarsins 2006

Reglur Malarvinnslubikarsins 2006.

 

Reglur í Bikarkeppni UÍA og Malarvinnslunnar í knattspyrnu


1. Rétt til þáttöku hafa öll aðildarfélög UÍA. Við skráningu skulu þau skila inn upplýsingum um heimavöll sem er innan sambandssvæðis UÍA. Sé félag þáttakandi í deildarkeppni er því heimilt aðsenda b-lið sitt í mótið. Skráningargjöld skulu greidd fyrir fyrstu umferð.

2. Liðum í Malarvinnslubikarnum er óheimilt að tefla fram leikmönnum úr byrjunarliði í seinustu umferð Íslandsmeistaramóts í meistaraflokki. Í b-liði mega spila aðrir leikmenn félags en þeir sem hófu síðasta deildar/bikarleik með aðalliði félagsins.

3. Leikmenn mega skipta einu sinni um félag á keppnistímabilinu. Félagaskiptin skulu skriflega tilkynnt (eyðublað á www.uia.is) til skrifstofu UÍA og öðlast gildi þegar þau hafa verið staðfest af skrifstofu UÍA.

4. Við skráningu skal hvert félag leggja fram nöfn tveggja dómara (aðal og vara) og fjögurra aðstoðarmanna sem dæma munu í bikarnum. UÍA hefur yfirumsjón með dómaramálum og greiðir laun aðaldómara. Dómarar skulu hafa lokið unglingadómaraprófi KSÍ og aðstoðardómarar náð 16 ára aldri og kunna góð skil á knattspyrnureglunum. Félögin greiða, ef þarf, laun aðstoðardómara.

5. Heimalið skal sjá til þess að leikskýrsla sé útfyllt og eintak af henni sent til skrifstofu UÍA innan 7 daga frá leikdegi.

6. Fjöldi varamanna er ótakmarkaður og innáskiptingar ótakmarkaðar en leikmanni ber að fá leyfi dómara áður en hann kemur inn á leikvöllinn. Fari leikmaður án leyfis inn á leikvöllinn fær hann gult spjald.

7. Leikmanni sem vísað er af leikvelli í Malarvinnslubikarnum skal taka út leikbann í næsta leik.

8. Kærumál eru afgreidd af skrifstofu UÍA og er úrskurður skrifstofunnar endanlegur. Kæra skal hafa borist skrifstofu skriflega eigi síðar en 7 dögum eftir að leikur hefur farið fram (eyðublað á www.uia.is).

9. Mæti félag ekki til leiks á tilsettum leiktíma telst það hafa skráð sig úr Malarvinnslubikarnum.

10. Breyting á leiktíma í Malarvinnslubikarnum er óheimil nema í samráði við skrifstofu UÍA.

11. Brot á reglum Malarvinnslubikarsins varða stigasektum eða brottvísun úr keppni, séu brot ítrekuð eða sérstaklega gróf. Ákvörðun refsinga er í höndum skrifstofu UÍA og er ákvörðun hennar endanleg.

12. Að öðru leyti er stuðst við knattspyrnureglur KSÍ.

Skrifstofa UÍA Egilsstöðum 14. júní 2006
Gunnar Gunnarsson, ritari UÍA
Gísli Sigurðarson, framkvæmdastjóri UÍA

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok