Undirskrift Malarvinnslubikars

Fyrir stundu var undirritað samkomulag milli UÍA og Malarvinnslunnar um að fyrirtækið verði aðalstyrktaraðili bikarkeppni sambandsins í knattspyrnu karla og mun keppnin bera heitið Malarvinnslubikarinn.

 

Malarvinnslan hefur styrkt keppnina undanfarin ár og er komin hefð á nafnið meðal austfirskra áhugaknattspyrnumanna sem líta á keppnina sem einn af vorboðunum. Knattspyrnuráð tók framkvæmd keppninnar fyrir á fundi sínum í vikunni og voru þar samþykktar nokkrar breytingar á reglum keppninnar. Keppnin, ásamt nýju reglunum, verður svo betur kynnt í Snæfelli sem kemur út eftir helgi og á vefnum fljótlega.

Gísli Sigurðarson og Sigurþór Sigurðsson undirrituðu samkomulagið í húsakynnum Malarvinnslunnar. Mynd: Gunnar Gunnarsson

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ