Stjórnarfundur 18.10.2006
Fundur í stjórn UÍA 18.10.2006.
Fundur hófst 17:40
Mætt: Arngrímur, Jóhann, Gísli, Jóna Petra, Gunnar.
Mál á dagskrá:
Sprettur
Einni milljón úthlutað.
- Skýrslur sumarsins – Gísli
Þökkum fyrir skýrslurnar sem munu koma að góðum notum við undirbúning næsta sumars.
- Bréf
Tekin fyrir bréf frá:
UMFÍ = Jóhann fer á sambandsráðsfund UMFÍ
ÍSÍ = Formannafundur ÍSÍ 24. nóv, Jóhann.
ÍSÍ = START samkv. Íþróttalögum
Viðar Sigurjónsson, námskeið o.fl.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, hreyfing fyrir alla,
Egill Eiðsson/FRÍ, heimsókn.
UMFÍ, Flott án fíknar
Helgi Sigurðsson, tölvupóstur.
Intrum, kröfur, Gísla falið að vinna að innheimtu.
Glímusamband, krafa, samþykkt að greiða mótagjöld
Skýrsla frá Freyfaxa, Ísland, Ístölt.
- Félagsmálanámskeið UMFÍ
Áttu að vera tvö, bæði felld niður vegna þátttökuleysis. Leggja þarf áherslu á UMFÍ að Félagsmálatröllið verði klárað.
* Snæfell
Búið að senda tölvupóst á fyrirtæki, Gísli hefur samband við knattspyrnudeildir og sundið til að fá greinar.
* Ljósmyndir
Viðar leggur til að fengnir verði styrkir til að kosta skrásetningu ljósmyndasafns UÍA. Samþykkt. Ákveðið að setja 200.000 til að koma verkefninu af stað.
- Íþróttamenn ársins í fjórðungnum – Viðar
Taka saman alla þá sem hafa komið nálægt landsliðum eða úrvalshópum og gera um lista.
- Hvað er að gerast í íþróttalífinu austanlands ?
Senda út spurningalista til að fá upplýsingar um íþróttastarfið sem er í gangi. Íþróttastarfið virðist almennt fjölbreytt.
- Íþróttamaður UÍA 2005
Afhent um helgina þegar Íslandsmótið byrjar.
- Skipulag vetrarstarfsins
Gísli verður kominn aftur alkominn í næstu viku fram að jólum. Talað um fund um miðjan nóvember.
- Þing UÍA 2007
Hafa það fyrr en seinna, helst fyrir páska, laugardaginn 24. mars.
- Annað
Bréf frá framkvæmdastjóra vegna starfa sumarsins. Gjaldkera farið að ganga frá því máli við framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri fer af fundi.
Fundi slitið 20.05
Fundargerð ritaði Gunnar.