Austri sigraði Meistaramótið í sundi
Meistaramóti Austurlands í sundi var haldið í Sundlaug Eskifjarðar í gær og stóð fram á kvöld en þrjú lið mættu til leiks að þessu sinni en keppendur voru 45 og keppt var í 31 grein.
Að móti loknu var pizzahlaðborð í Valhöll og fór þar verðlaunaafhending fram. Mótshald gekk mjög vel enda er aðstaðan í nýju sundlauginni góð og gerir það kleift að halda þar sundmót. Stigahæsta liðið var sunddeild Austra með 801 stig.
Stigin skiptust á milli liða þannig
Austri 801 stig
Höttur 175 stig
Valur 47 stig