Þorgeir Óli komin í úrvalshóp FRÍ

Þorgeir Óli Þorsteinsson hefur náð því glæsta afreki að vera komin í úrvalshóp FRÍ í 800m hlaupi.

 

Hann er fyrsti UÍA maðurinn sem kemst í þann hóp í langan tíma. Hann komst á afrekaskrá FRÍ þegar hann hljóp 800m hlaup á móti í Svíþjóð sem haldið var í Gautaborg í júlí. Þar hljóp hann á tímanum 2:16,22 mínútum en var engu að síður töluvert frá sínu besta á því móti. Það má geta þess að Þorgeir Óli hljóp á tímanum 2:11,01 í 800m hlaupi á Unglingalandsmótinu sem haldið var um Verslunarmannahelgina. Hlaupið var gríðarlega jafnt og gaf þessi tími Þorgeiri bronsverðlaun. Það er alveg ljóst að UÍA er að eignast afreksmann í frjálsum íþróttum á nýjan leik og verða það að teljast frábær tíðindi. UÍA óskar Þorgeiri hjartanlega til hamingju með glæstan árangur. Frekari fregnir af keppendum á ULM að Laugum er að vænta á vefinn.

Þorgeir brosir sínu breiðasta á Jólamóti Hattar 2005.

Mynd:Gunnar Gunnarsson

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ