Þorgeir Óli komin í úrvalshóp FRÍ

Þorgeir Óli Þorsteinsson hefur náð því glæsta afreki að vera komin í úrvalshóp FRÍ í 800m hlaupi.

 

Hann er fyrsti UÍA maðurinn sem kemst í þann hóp í langan tíma. Hann komst á afrekaskrá FRÍ þegar hann hljóp 800m hlaup á móti í Svíþjóð sem haldið var í Gautaborg í júlí. Þar hljóp hann á tímanum 2:16,22 mínútum en var engu að síður töluvert frá sínu besta á því móti. Það má geta þess að Þorgeir Óli hljóp á tímanum 2:11,01 í 800m hlaupi á Unglingalandsmótinu sem haldið var um Verslunarmannahelgina. Hlaupið var gríðarlega jafnt og gaf þessi tími Þorgeiri bronsverðlaun. Það er alveg ljóst að UÍA er að eignast afreksmann í frjálsum íþróttum á nýjan leik og verða það að teljast frábær tíðindi. UÍA óskar Þorgeiri hjartanlega til hamingju með glæstan árangur. Frekari fregnir af keppendum á ULM að Laugum er að vænta á vefinn.

Þorgeir brosir sínu breiðasta á Jólamóti Hattar 2005.

Mynd:Gunnar Gunnarsson

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok