Göngudagar á Borgarfirði um hvítasunnuna
Gönguhátíðin Á Víknaslóðum verður haldin á Borgarfirði eystri um hvítasunnuhelgina. Inn á milli gangna verður boðið upp á létta afþreyingardagskrá.
Dagskráin er svohljóðandi:
Fimmtudagur 9. júlí
Kl 20:00 Þrastarungarnir sýna leikverkið Mold. Sýning borgfirskra ungmenna sem tóku þátt í Þjóðleik fyrr á árinu.
Föstudagur 10. júní.
Kl 19:00. Fjárrekstur til Kjólsvíkur þar sem Helgi Hlynur leyfir fólki að koma með í rekstur til Kjólsvíkur en það er einstök upplifun að reka að kvöldlagi á Víkur. Lagt af stað frá Fjarðarborg. Þátttökugjald 500.- kr. Við heimkomu verður komið við í Fjarðarborg í léttar veitingar.
Laugardagur 11. júní.
Kl 10:00. Gengið á Skálanes við Njarðvík. Lagt af stað frá Fjarðarborg og keyrt þaðan til Njarðvíkur. Þátttökugjald 500.- kr.
Kl 13:00. Gönguferð fyrir börn á öllum aldri á Álfaslóðir. Lagt af stað frá Ævintýralandi.
Kl 21:00. Bar-svar (pub-quiz) í Fjarðarborg í umsjón útsvarsstjörnunnar Stefáns Boga Sveinssonar. Opið fram eftir nóttu og frítt inn.
Sunnudagur 12. júní
Kl 10:00. Brúnavíkurhringur. Gengið frá Kolbeinsfjöru til Brúnavíkur um Brúnavíkurskarð. Brúnavíkursandur skoðaður og fjallað um byggðina þar. Gengið til baka til Borgarfjarðar um Hofstrandarskarð. Lagt af stað á bílum frá Fjarðarborg kl 10:00. Þátttökugjald 500.- kr.
Kl 13:00 Steinasafn opnað í Ævintýralandi í gamla pósthúsinu.
Kl 21:00. Stórtónleikar í Fjarðarborg með Bjartmari Guðlaugssyni. Fyrir tónleikana leika borgfirsk ungmenni nokkur lög. Opið í Fjarðarborg eftir tónleikana fram eftir nóttu.
Mánudagur 13. júní
Kl 11:00. Gengið á Svartfell (510m). Einstakt útsýni yfir Borgarfjörð og Víknaslóðir. Þægileg fjölskylduganga. Þátttökugjald 500.- kr.