Afþreying, skemmtun og önnur keppni.
Hér má finna upplýsingar um afþreyingu og skemmtun á Sumarhátíð 2006.
Orkuboltinn: Þríþrautarkeppni þar sem keppt er í boltakasti, sundi og hlaupi. Keppnin er öllum opin og bæði einstaklings- og liðakeppni. Keppnin hefst klukkan 12:00 laugardaginn 22. júlí og verður skráð á staðnum. Fyrsta keppnisgrein er sund í Sundlauginni á Egilsstöðum. Áætlað er að hlaupakeppnin hefjist klukkan 12:30 á Vilhjálmsvelli og boltakast þar strax á eftir.
Bandýkeppni í íþróttahúsi Egilsstaða hefst klukkan 11:00 sunnudaginn 23. júlí. Keppt er í þriggja manna liðum með skráningu á staðnum. Keppnin er öllum opin.
Fjölskylduskokk við Vilhjálmsvöll: Þátttakendum er frjálst að hlaupa, ganga, skokka, hjóla, skríða - eða hvað sem þeir vilja gera. Hlaupið hefst klukkan 12:00 sunnudaginn 23. júlí, fer frá Hettunni og verður skokkaður stuttur hringur á Egilsstöðum sem lýkur á Vilhjálmsvelli. Skráning á staðnum.
Götukörfuboltamót á Vilhjálmsvelli: Mótið hefst klukkan 14:00 sunnudaginn 23. júlí. Keppt er í tveggja manna liðum sem verða skráð á staðnum. Það lið sigrar sem nær fyrr að skora 11 stig, með þó minnst tveggja stiga forystu.
Fjölskylduskemmtun á Vilhjálmsvelli: Laugardaginn 22. júlí klukkan 20:00.
- Bjarni Tryggva tekur lagið
- Dansarar frá Hjaltlandseyjum taka dansspor
- Knattspyrnuskemmtun: Foreldrakeppni í knattspyrnu og knattþrautir fyrir börnin. Skráning á staðnum.
-Keppt verður í bumbubolta! Skráning á staðnum.
- King Grímsson og félagar taka lagið.
- Grillveisla í boði SS og Vífilfells.