Afþreying, skemmtun og önnur keppni.

Hér má finna upplýsingar um afþreyingu og skemmtun á Sumarhátíð 2006.

 

 

Orkuboltinn: Þríþrautarkeppni þar sem keppt er í boltakasti, sundi og hlaupi. Keppnin er öllum opin og bæði einstaklings- og liðakeppni. Keppnin hefst klukkan 12:00 laugardaginn 22. júlí og verður skráð á staðnum. Fyrsta keppnisgrein er sund í Sundlauginni á Egilsstöðum. Áætlað er að hlaupakeppnin hefjist klukkan 12:30 á Vilhjálmsvelli og boltakast þar strax á eftir.

 

Bandýkeppni í íþróttahúsi Egilsstaða hefst klukkan 11:00 sunnudaginn 23. júlí. Keppt er í þriggja manna liðum með skráningu á staðnum. Keppnin er öllum opin.

 

Fjölskylduskokk við Vilhjálmsvöll: Þátttakendum er frjálst að hlaupa, ganga, skokka, hjóla, skríða - eða hvað sem þeir vilja gera. Hlaupið hefst klukkan 12:00 sunnudaginn 23. júlí, fer frá Hettunni og verður skokkaður stuttur hringur á Egilsstöðum sem lýkur á Vilhjálmsvelli. Skráning á staðnum.

 

Götukörfuboltamót á Vilhjálmsvelli: Mótið hefst klukkan 14:00 sunnudaginn 23. júlí. Keppt er í tveggja manna liðum sem verða skráð á staðnum. Það lið sigrar sem nær fyrr að skora 11 stig, með þó minnst tveggja stiga forystu.

 

Fjölskylduskemmtun á Vilhjálmsvelli: Laugardaginn 22. júlí klukkan 20:00.

- Bjarni Tryggva tekur lagið

- Dansarar frá Hjaltlandseyjum taka dansspor

- Knattspyrnuskemmtun: Foreldrakeppni í knattspyrnu og knattþrautir fyrir börnin. Skráning á staðnum.

-Keppt verður í bumbubolta! Skráning á staðnum.

- King Grímsson og félagar taka lagið.

- Grillveisla í boði SS og Vífilfells.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok