Orkuboltinn 2006
Við leitum að orkuboltanum á Sumarhátið UÍA
Orkuboltinn er þríþrautarkeppni. Greinarnar eru sund, hlaup og boltakast. Keppt er í bæði liða og einstaklingskeppni. Í liðakeppninn eru þrír í liði og tekur hver eina grein. Það mega allir taka þátt, ungir sem aldnir. Þátttökugjald er 500 krónur á hvern keppanda í einstaklingskeppni en 1000 krónur á lið (fyrir þrjá).
Skráning á uia@uia.is
Keppnin fer þannig fram:
Fyrsta grein er sundkeppnin. Synt í 25m laug á Egilsstöðum. Synt er í 5mínútur og lagt saman ferðarnar og reiknað út hvað viðkomandi kemst langt á þeim tíma. Keppandi fær 25metra metna sé hann búinn að spyrna sér frá bakka áður en tími rennur út.
Önnur grein er hlaupagrein. Hlaupið er á Vilhjálmsvelli. Hlaupið er í 5 mínútur og hringir taldir og reiknað út hvað viðkomandi hleypur langt í metrum. Keppandi fær 100metra metna sé hann kominn yfir þar til gerða viðmiðunalínu.
Lokagrein er boltakast. Fer fram á Vilhjálmsvelli, kastað er af spjótkast braut. Aðferð við kastið er frjáls. Bannað er að nota fætur. Tekin eru þrjú köst með þremur mismunandi boltum.
Það er reiknaður samanlagður árangur úr öllum greinum samkvæmt stigakerfi sem sérstaklega hefur verið hannað fyrir keppnina og ORKUBOLTINN og ORKUBOLTARNIR verða krýndir.