Undirbúningur fyrir Sumarhátíð
Undirbúningur fyrir sumarhátíðina er í fullum gangi bæði hjá skipuleggjendum og þátttakendum.
Á Vopnafirði hafa verið æfingar að undanförnu og voru hvorki fleiri né færri en 30 krakkar á æfingu í dag. Mikill áhugi er á Vopnafirði fyrir Sumarhátíðinni og stefnir í að margir verði þaðan að keppa í ár, en það hafa verið fáir frá Vopnafirði síðustu ár. Á Brúarási voru 10 krakkar á æfingu í dag og verður myndarlegur hópur þaðan að vanda. Frjálsíþróttaátak UÍA og Orkunnar fer um víðan völl og óhætt að segja að vel gangi. Átakið heldur áfram og eru æfingar á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík á morgun og Fáskrúðsfirði á miðvikudag.