Fundargerð knattspyrnuráðs

Knattspyrnuráð UÍA kom saman til fundar á skrifstofu UÍA 30. maí.

 

Fundur í knattspyrnuráði UÍA 30. maí 2006

Mættir: Egill Þorsteins, Anton Stefáns, Árni Óla, Höskuldur Björgúlfsson, Gunnar og Gísli.

1. Dómaramál
Óánægja kom fram á formannafundi UÍA með dómaramál, félögin að setja unga dómara á barnaleiki. Gísli spurði um stöðu dómaramála hjá félögum.
Egill sagði dómaranámskeið hafa verið haldið í fyrra hjá Huginn sem hefði skilað nokkrum dómurum. Höskuldur sagði Þrótt N. eiga eldri dómara sem hafi dæmt í 3. deild. Anton sagði vandamál hjá Neista, erfitt að fá fólk á línuna, gott væri að fá námskeið. Árni Óla sagði málin ágæt hjá Hetti, reyndir menn og maður á launum – mótastjóri.

2. Foreldrar á hliðarlínu
Heit umræða á formannafundi um að „reyna að hafa hemil“ á foreldrum á hliðarlínu hjá yngri flokkum. Árni sagði félögin reyna að koma foreldrum frá hliðarlínunni og það gengi yfirleitt. Þetta hafi verið vandamál en það sé að lagast.

3. Mót sumarsins og Sumarhátíð
Húsasmiðjumót í 7. flokk 25. júní hjá Hetti, 18., 19. ágúst Ormsteitismót fyrir 5. og 6. flokk.
Hvaða flokkur fær minnst að gera? Kynntar hugmyndir um seinkun sumarhátíðar. Gunnar kynnti forsendur nýrrar dagsetningar sumarhátíðar, ánægja með hugmyndir stjórnar UÍA um 22. og 23. júlí. Árni spurði um 6. flokks mót KSÍ á Austurlandi, spurning um að halda það á Sumarhátíð? Gísli heyrir í Birki hjá KSÍ.

4. Malarvinnslubikarinn
Samþykkt að taka ekki lið utan UÍA í deildina. Rætt um að félögin skaffi dómaratríó sem UÍA raði niður og greiði dómarakostnað. Ef félagið skaffar ekki dómara er það dæmt úr leik. Nauðsynlegt að menn fái eitthvað fyrir sinn snúð þegar þeir greiða þátttökugjald. Félögin eiga líka að skila leikstað.
Rætt um að breyta félagaskiptareglum. Breyta þeim þannig að spili með þeim liði sem þeir byrja með.
Brot á reglum keppninnar varði stigarefsingu og ítrekuð brot brottrekstri.
Rætt um nauðsyn að ítreka skýrsluhald félaga.
Rætt um reglu sjö, að menn fari í eins leiks bann eftir rautt spjald – óþarfi að telja gulu spjöldin.
Afnema fjölda skiptinga. Rætt um 7 manna lið eða 11 manna lið.
Kærumál afgreidd af skrifstofu UÍA og úrskurður endanlegur.
Rætt um að afnema sekt við því þegar lið gefa leiki, mæti lið ekki til leiks telst það hafa sagt sig úr keppni.
Samþykkt að láta leiki fara fram á sunnudagskvöldum.
Bikarkeppni kvenna verður auglýst á sama tíma, stefnt að túrneringum í 7 manna liðum og lið geti sótt um að halda túrneringu.

5. Önnur mál
a) Eiðavöllur: Árni ræddi um samning Hattar og UÍA (Vidda), mál í gangi milli Fljótsdalshéraðs og UÍA. Nauðsynlegt að menn beri virðingu fyrir vellinum. Árni vill að Gísli vísi á Hrein Halldórs vilji menn nota völlinn. Rætt um mikilvægi að hafa mál varðandi völlinn á hreinu.

Fundi slitið 19:05

Gunnar ritaði fundargerð.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok