Fundargerð frjálsíþróttaráðs 29.5.2006
Frjálsíþróttaráð UÍA kom saman til fundar á skrifstofu UÍA 29. maí.
Fundur í frjálsíþróttaráði UÍA 29.5.2006 klukkan 17:00
Mætt: Gunnar, Gísli, Benný, Natalia, Helga, Jóna Petra.
1. Mót
Natalia minntist á þörfina á að vera með sameiginlegar æfingar og efla félagslega þáttinn hjá austfirsku frjálsíþróttafólki. Hugmynd um að vera með fleiri frjálsíþróttamót sem dreifast á milli staða. Spurning hvort hópnum eigi að skipta eftir greinum eða aldri. Mótin fari fram á fimmtudagskvöldum -> Fimmtudagleikar. Spurning með liða/heildarstigakeppni til að draga menn á milli staða, viðurkenningar fyrir einstaklinga sem mæta á öll mót.
Gísla falið að forma mótið.
2. Gautaborgarleikar
Ætlunin er að fara með níu krakka og fararstjóra frá UÍA á Gautaborgarleikana sem fram fara 5. – 12. júlí. Safna þarf styrkjum fyrir verkefnið. Natalia ætlar að halda utan um hópinn sem kemur vikulega saman, fyrsta æfing á laugardag.
3. Farandþjálfun
Gísli ætlar að móta æfingarnar og senda póst á öll félög sem fyrst svo hægt verði að koma þjálfuninni af stað. Nauðsynlegt að heimamaður aðstoði Gísla á hverjum stað með æfingar.
4. Sumarhátíð
Jóna Petra minntist á nauðsyn á úrbótum í starfsmannamálum sem bendir enn frekar á nauðsyn þess að halda dómaranámskeið í frjálsum á Austurlandi. Einnig skiptir máli að Gautaborgarleikar rekist ekki á við Sumarhátíð í framtíðinni. Vilji til að bjóða nágrönnunum, UFA og USÚ. Jóna Petra minntist á stefnu íþróttaforystunnar með að stærri félög hjálpi minni félögum. Gísli heyrir í Fríðu Rún.
Spurning um að skoða keppnisgreinar eldri keppenda, mögulega bjóða upp á þríþraut. Hugmynd um þrekraunakeppnina Orkuboltann. Nauðsyn að finna einhver leiktæki fyrir yngri börn og skemmtiatriði fyrir keppendur.
5. Unglingalandsmót
Fer fram á Laugum um verslunarmannahelgina. UÍA hvetur fólk og foreldra að mæta á mótið. Möguleiki á að hjálpa þeim áhugasömustu til þjálfunar fyrir landsmótið og mynda tengingu milli frjálsíþróttakeppenda og annarra keppenda UÍA eins og í skák og golfi. Það vantar líka lítið tjald fyrir UÍA á mótsstað.
6. Búningamál
Jóna Petra sagði nauðsyn að endurnýja frjálsíþróttabúninga UÍA. Þeir eru of fáir og margir ekki í réttri stærð.
7. Íslandsmót
Natalia sagði vanta mót til úrtöku fyrir Íslandsmeistaramót.
8. Næsti fundur
Gísla falið að boða næsta fund í lok júní.
Fundargerð ritaði Gunnar.
Fundi slitið 18:18