UÍA á Íþróttaþingi

Jóna Petra Magnúsdóttir, Gísli Sigurðarson, Jóhann Tryggvaon og Gunnar Gunnarsson voru fulltrúar UÍA á Íþróttaþingi sem fram fór á Grand Hótel í Reykjavík um seinustu helgi.

Helsta verkefni þingsins var að kjósa nýjan formann, en Ólafur Rafnsson vann kjörið og fékk 120 gegn 113 atkvæðum Sigríðar Jónsdóttur. Það var UÍA nokkurt áfall að Björg Blöndal, fyrrverandi Seyðfirðingur, missti sæti sitt í varastjórn ÍSÍ.
Annars gekk þingið næsta snurðulaust fyrir sig. Eitt fyrsta embættisverk nýs forseta var að fara þess á leit við Jóhann Tryggvason, formann UÍA, að hann flytti þingheimi nokkrar vísur til að stytta þeim stundir meðan beðið var eftir niðurstöðum kosningar til varastjórnar. Jóhann brást vel við erindinu og virtust fundarmenn hafa gaman að vísunum.

GG

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok