Tap á Seyðisfirði

Huginn tók á móti Leikni Reykjavík á Seyðisfjarðarvelli í blíðskaparveðri í gærkvöld. Leiknismönnum er spáð sigri í deildinni og voru efstir fyrir leikinn. Huginn var í 6. sæti.

Leiknir komst yfir á 38. mínútu leiksins þegar Helgi Pétur Jóhannsson skallaði boltann í mark Hugins eftir fyrirgjöf. Huginn sótti stíft og átti nokkur góð marktækifæri en allt kom fyrir ekki. Í upphafi seinni hálfleiks kom Tómas Mikael Reynisson Leiknismönnum í 2-0 og Huginn átti erfitt verk fyrir höndum. Eftir að hafa verið mun betri aðilinn kom loks mark á 63. mínútu og var það Andri Sveinsson sem skoraði af markteig. Eftir þetta sóttu Huginsmenn af krafti en báru ekki heppnina með sér og lokastaðan 2-1, óverðskuldað.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ