UMFB dregur sig úr keppni

UMFB hefur tekið þá ákvörðun að draga lið sitt úr keppni í Malarvinnslubikarnum. Eins og fram kemur í tilkynningu frá félaginu sér liðið sér ekki fært að halda úti liði sem þurfi að ferðast út fyrir starfsvæði UÍA í tvígang. Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér:

"Yfirlýsing frá UMFB

Hér með tilkynnist það að UMFB dregur lið sitt úr keppni í Malarvinnslubikarnum. Við sjáum einfaldlega ekki fram á að geta spilað níu leiki á um sex vikum og þar af fimm útileiki þar sem við þurfum meðal annars að fara bæði til Þórshafnar og Hornafjarðar. Því miður eru fáir hér heima sem æfa og spila fótbolta og enn færri sem gefa kost á sér í keppni svo langt að heiman. Við þyrftum mjög mikið að treysta á aðfengna leikmenn og það kostar mikla vinnu, tíma og peninga að halda úti svoleiðis liði. Ég vona að þessi ákvörðun okkar mæti skilningi. Við höfum frá upphafi reynt að halda úti liði í þessari keppni en nú einfaldlega átum við okkur sigraða og verðum að gera það skynsamlegasta í stöðunni og leggja árar í bát. Ég vænti þess að við verðum ekki látnir greiða keppnisgjöld því við höfðum ekki vænst þess að þurfa að ferðast í tvígang útfyrir starfsvæði UÍA í keppnisferðalög.

Virðingarfyllst
Ásgrímur Ingi Arngrímsson formaður UMFB"

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ