Stórir sigrar í gærkvöld

Fjarðabyggð og Huginn unnu leiki sína í Visa bikar karla í gærkvöld. Fjarðabyggð sigraði Neista 7-0 á Eskifirði og Huginn sigraði Hött 5-1 á Egilsstöðum. Þessi lið eru því komin áfram og eiga því möguleika á að leika við lið úr efstu deild í næstu umferð Visa bikarsins.

Í leik Fjarðabyggðar og Neista skoraði Marjan Cekic fyrstu þrjú mörk Fjarðabyggðar á 3., 6. og 20. mínútu. Á 29. mínútu skoruðu Neista menn sjálfsmark og Goran Nikolic setti því næst mark á 61. mínútu. Það var síðan Grétar Örn Ómarsson sem skoraði síðustu tvö mörkin á 76. og 82. mínútu. Þar við sat og lokatölur 7-0.

Á Vilhjálmsvelli skoraði Kristján Guðberg Sveinsson fyrsta mark Hugins á 10. mínútu. Annað markið kom á 18. mínútu og þar var að verki Sveinbjörn Jónasson. Þá minnkaði Vilmar Freyr Sævarsson muninn fyrir Hött á 31. mínútu. Því næst setti Tómas Arnar Emilsson tvö mörk á 35. mínútu og 61. mínútu. Það var síðan Mikael Nikulásson sem rak síðasta smiðshöggið á sigur Hugins með marki á 62. mínútu, staðan 5-1.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ