Íslandsmót í blaki hjá 2. og 4. flokki haldið á Norðfirði um helgina
Blakveturinn byrjar aldeilis af krafti hjá yngri flokkum Þróttar. En nú um helgina fer fram, í Neskaupstað, Íslandsmót hjá 2. og 4. flokki.
Von er á að um 100 ungir blakarar mæti til leiks og ljóst að krakkarnir í Þrótti munu taka vel á móti þeim en reiknað er með um 50 krakkar úr Þrótti taki þátt.
Það verður því líf og fjör í íþróttahúsi Norðfirðinga um helgina og um að gera að kíkja á pallana og hvetja blakara framtíðarinnar.