Einar Bjarni setti vallarmet á Byggðarholtsvelli á Eskifirði
Einar Bjarni Helgason kylfingur úr GFH gerði sér lítið fyrir og spilaði Byggðarholtsvöll Eskifirði á 69 höggum eða 3 undir pari vallarins, á 10 ára afmælismóti Egersund.
Það er nýtt vallarmet á vellinum, en það fyrra átti hann einnig þegar hann spilaði völlinn á 74 höggum fyrr í sumar. Einar Bjarni er aðeins 16 ára gamall og hefur æft golf frá unga aldri, hann hefur tekið stórstígum framförum í sumar og hafi allt til að bera til afreka í golfinu á komandi árum.