Viðburðarrík krakkahelgi hjá Freyfaxa framundan

Æskulýðsdeild Freyfaxa býður öllum áhugasömum hestakrökkum að taka þátt í skemmtilegri helgi í Reiðhöllinni og svæðinu kringum Stekkhólma. Boðið verður upp á gistum í Félagsheimilinu Iðavöllum við reiðhöllina.

Laugardaginn 3. maí fer fram íþróttakeppni í barna/unglinga-flokkum V5(fjórgangur), T5(tölt) og T7(tölt).  Markmið keppninnar er að allir geti tekið þátt og að það verði keppnisgreinar við hæfi allra. Fyrir hádegi verður keppt í Smala (tveir flokkar, fyrir byrjendur og vana) og fjórgangur. Eftir hádegi verða keppt í tölti (T7 og T5)og sýnt mismunandi  sýningaatriði.

Dagsskrá laugardag:

Kl 10.30 Allir hittast, farið er yfir mótadaginn, leggja á osfv

Kl 11.00 Smali

Kl 11.30 Litli Smali / hestaleikir

Kl 12.00 keppni Fjórgangur V5  ( ásamt úrslit )

Matarhlé

Kl 13.30 Tölt T 7 ( ásamt úrslit )

Kl 14.15 Tölt T 5 ( ásamt úrslit )

Kl 15.00 sýningaratriði

Kaffihlé

Kl 16.00 hindrunarstökk  og fleiri sýningaratriði

Kvöldmat á Íðavöllum kl 18.00 , þar á eftir ætlum við að hafa það notalegt....slappa af....leika... horfa kannski á hestamyndband.... syngja.... og loks sofa ( vonandi J )

Sunnudaginn 4. maí ætlum við að fara í útreiðatúr og ratreið.

Dagskráin endar eftir hádegismat.

Þátttökugjald alla helgina fyrir þau sem ekki taka þátt í kennsluröðinni í Reiðhöllinni er 8000,- kr.  Þátttökugjald  einungis í íþróttakeppninni : 1500,- kr.

Allir þurfa að koma með dynur og  svefnpoka og eitthvað gott á sameiginlega hlaðborð fyrir hádegishlé á laugardaginn og líka kökur / kex fyrir kaffi.


Hafið endilega samband við Ellen í gsm 8673238  eða Angie í gsm 8453006 til þess að fá frekari upplýsingar..

Skráning hjá Ellen á netfang   This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ