Enn bætist í Íslandsmeistaratitlasafnið hjá Þrótti

Sex lið frá Þrótti lögðu í 12 klukkustunda rútuferð á Íslandsmót 2. og 4. flokks sem fram fór í Kórnum í Kópavogi um síðustu helgi. Ekki var að sjá að ferðalagið sæti neitt í þeim, tveir Íslandsmeistaratitlar skiluðu sér austur.

Stúlknalið Þróttar hömpuðu Íslandsmeistaratitlum, bæði í 4. flokki A liða og B liða og piltalið Þróttar hreppti brons í 4. flokki A liða.

Auk þess átti Þróttur lið í 5. sæti B liða í 4. flokki pilta og í 6. sæti í A liða í 4. flokki stúlkna.

Með þessu slógu Þróttarkrakkar glæsilega lokatóninn á gjöfulu keppnistímabili yngri flokka en fjórir Íslandsmeistaratitlar hafa skilað sér austur til yngri flokka Þróttar á þessari leiktíð.

Á myndunum hér til hliðar má sjá nýkrýnda Íslandsmeistra Þróttar í 4. flokki A og B liða stúlkna.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ