Dugnaðarforkar heiðraðir á sambandsþingi UÍA

64. Sambandsþing UÍA fór fram á Djúpavogi síðastliðinn sunnudag, að vanda voru þar veitt ýmis heiðursmerki fyrir ötult starf í þágu æskulýðs og íþróttamála í fjórðungnum.

 

Starfsmerki UÍA hlutu tvær Neistakonur þær:

Kristborg Ásta Reynisdóttir sem sat fjölmörgi ár í stjórn, mætir á alla viðburði og er ávallt fyrst að bjóða fram aðstoð.

Klara Bjarnadóttir sem sat samfell í 6 ár í stjórn, og hefur starfað í sund- og yngriflokkaráði félagsins. Mætir á alla viðburði og hefur ávallt verið tilbúin til að hjálpa þegar þess hefur verið þörf.


Hrönn Jónsdóttir fulltrúi UMFÍ veitti starfsmerki UMFÍ fyrir kröftugt starf í þágu hreyfingarinnar og það hlaut Andrés Skúlason, Neista. Andrés sat í stjórn Neista í fjölda ára fyrir aldamót, var formaður í kringum aldamótin síðustu, hættir þar um 2002.

Hefur síðan þá alltaf verið á hliðarlínunni og hlúir vel að starfi ungmennafélagsins í gegnum störf sín sem oddviti og forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Djúpavogs.

Hann er ávallt tilbúinn til að taka þátt í og hjálpa til við ýmsa viðburði á vegum félagsins.

 

Albert Jensson, Neista var sæmdur silfurmerki ÍSÍ en Viðar Sigurjónsson fulltrúi ÍSÍ afhenti það.

Albert hefur um árabil verið virkur í starfi Neista, hann ýmist þjálfaði eða var í stjórn (stundum bæði) meistaraflokks Neista frá 1993 þar til hann var lagður niður (2007).

Auk þess sem Albert hefur séð um þjálfun yngri flokka Neista í fótbolta að miklu leiti síðan árið 1993 og setið í stjórn félagsins í fjölda ára.

Albert kennir sund og á stórann þátt í velgengni sunddeildar Neista sem hefur unnið hvern bikararinn á fætur öðrum undanfarin ár.

Hann þjálfar núna yngriflokk sonar síns hjá Fjarðarbyggð og keyrir á æfingar á Reyðarfirði 1-2 í viku þar sem ekki næst í lið á Djúpavogi.

 

Á myndinni hér til hliðar má sjá þær stöllur Klöru og Kristborgu.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ