Eva Dögg íþróttamaður UÍA 2013

Eva Dögg Jóhannsdóttir glímukona í Val á Reyðarfirði var útnefnd íþróttamaður UÍA 2013, á 64. sambandsþingi UÍA sem fram fór á Djúpavogi síðastliðinn sunnudag.

Eva Dögg hefur keppt víða á árinu og náði góðum árangri. Hún varð Evrópumeistari í glímu í -63 kg þyngdarflokki og í 1. sæti í flokki kvenna -65 kg í Bikarglímu Íslands.

Helsti árangur í glímu á árinu 2013:

· 3. sæti í Íslandsmótinu – Freyjumenið, æðstu verðlaun sem konur glíma um

· Evrópumeistari í glímu í -63 kg þyngdarflokki (10 landa keppni)

· 3. sæti í back hold á Evrópumeistarmóti í -63 kg þyngdarflokki (10 landa keppni)

· 3. sæti í gouren á Evrópumeistarmóti í -63 kg þyngdarflokki (10 landa keppni)

· 3. sæti í franska meistaramótinu í gouren

· 1. sæti í flokki kvenna -65kg Bikarglíma Íslands.

· 4. sæti í opnum flokki kvenna (samanlagt úr þremur mótum)

·  2. sæti í flokki kvenna +65kg á Landsmóti UMFÍ.

· 2. sæti í +65 kg og opnum flokki á Haustmóti GLÍ

· 1. sæti í flokki kvenna í Austurlandsmótinu – Aðalsteinsbikarinn 27.12.2012.

Eva Dögg hefur stundað íþróttir frá unga aldri og er fjölhæf íþróttakona. Hún hefur æft glímu hjá Val á Reyðarfirði síðustu átta ár. Á glímuvellinum þykir Eva Dögg bæði lipur og sterk auk þess að vera mikil keppnismanneskja sem leggur hart að sér við æfingar og keppni. Eva er ætíð tilbúin að hjálpa til við hvers kyns verkefni sem koma upp og varða glímuna og félagsstarf hjá Val. Hún er búin að ná sér í dómararéttindi í glímu og dæmir nú hjá yngri keppendum.

Auk titilsins Íþróttamaður UÍA 2013 hlýtur Eva Dögg glæsilegan farand- og eignarbikar og 100.000 kr styrk úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa. Eva Dögg átti ekki heimangengt á þing en sést hér á myndinni leggja andstæðing sinn, eftir harða rimmu, á Landsmóti UMFÍ í sumar.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ