64. Sambandsþing UÍA verður sunnudaginn 30. mars

Sambandsþing UÍA, númer 64. í röðinni, verður haldið á Hótel Framtíð á Djúpavogi sunnudaginn 30. mars nk. og hefst klukkan 12:00. Á þingingu verða gerð upp helstu verk síðasta árs og stefnan mótuð fyrir það næsta.

Dagskrá þingsins:

1. Þingsetning

2. Skipun starfmanna þingsins

3. Skýrsla stjórnar

4. Skýrslur sérráða

5. Umræður um skýrslu stjórnar og sérráða

6. Ársreikningur 2013 lagður fram

7. Umræður um ársreikninga

8. Ákvörðun um atkvæðisrétt mættra fulltrúa

9. Skýrsla stjórnar og ársreikningar bornir undir atkvæði.

10. Vísan mála í nefndir

11. Hádegisverður og veiting viðurkenninga.

12. Ávörp gesta

12. Nefndastarf.

13. Afgreiðsla mála úr nefndum,

14. Kosningar

15. Önnur mál

16. Þingslit

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ