Úrslitakeppni Bólholtsbikarsins á laugardag

Í vetur hefur UÍA staðið fyrir spennandi utandeildarkeppni í körfubolta sem heitir Bólholtsbikarinn. Fimm lið frá Sérdeild 1, Sérsveitini, Austra, ME og 10. flokk Hattar hafa att kappi og á laugardaginn, 22. mars verður úrslitahátíð í íþróttahúsinu á Egilsstöðum, þar sem að fjögur stigahæstu liðin berjast um sjálfan Bólholtsbikarinn.

Úrslitahátíð Bólholtsbikarsins í körfubolta fer fram á laugardaginn í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Þar keppa fjögur lið: Sérdeild 1, Sérsveitin, Austri og ME.

Dagskrá hátíðarinnar er sem hér segir:

13:00 - undanúrslitaleikur 1 
14:30 - undanúrslitaleikur 2
16:00 - Hlé
17:00 - Bronsviðureign
18:30 - Úrslitaleikur
20:00 - Meistarar krýndir.

 

Frítt inn og allir velkomnir.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ