Friðrik Reynisson og Glæsir unnu A-flokkinn á Ístöltinu

Friðrik Reynisson og Glæsir frá Lækjarbrekku 2 fóru með sigur af hólmi í A-flokki í Ístölti Freyfaxa sem haldið var í Fossgerði fyrstu helgina í mars. Veðrið setti verulegt strik í reikninginn við mótahaldið.

Hefðin er að halda það á ísilögðu vatni og til stóð að halda það við Tjarnarland eða á Eiðavatni. Því var frestað vikuna áður vegna veðurs og kvöldið fyrir mótsdag kom í ljós að ísinn á Eiðavatni var ekki nógu traustur.

Því var mótið fært á brautina í Fossgerði. Mikil snjókoma og slydda var á meðan mótinu stóð og því nærtækara að tala um krapatölt fremur en ístölt.

Sem fyrr sagði urðu Friðrik og Glæsir hlutskarpastir í A-flokki með einkunnina 8,56. Sigurður J. Sveinbjörnsson og Eyvör frá Neskaupstað urðu í öðru sæti með einkunnina 8,11 og Friðrik Reynisson og Aðall frá Hlíðarbergi í því þriðja með 8,10.

Í B-flokki sigraði Guðbjartur Hjálmarsson á Hulinn frá Sauðafelli með einkunnina 8,26. Einar Ben Þorsteinsson á Eddu frá Egilsstaðbæ sigruðu í opnum flokki með einkunnina 7,00 og Guðrún Harpa Jóhannsdóttir á Gloppu frá Litla-Garði í unglingaflokki með sömu einkunni.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ